29. september 2007

Enn af guttanum

Við erum á leið til Reykjavíkur í vikunni og umræðan hjá okkur mæðginunum í dag var um það hverja skyldi heimsækja. Drengurinn hafði sínar óskir:
- Íris
- Hjalti Jóel
- Lilja Rós
- Friðrik Páll

... og síðastur en ekki sístur ... MAGNÚS SCHEVING!!!!

Ætli hann sé með heimsóknartíma???

26. september 2007

Söknuður

- Mamma, sjáum við pabbann okkar ALDREI aftur???

25. september 2007

Snilldarfrétt

Ef þið viljið fræðast um störf lögreglunnar þá kíkið á þetta

23. september 2007

Svo ánægður með nýju íþróttasokkana sína!

Ekta haustveður

Rok og rigning úti í dag. Ætli maður haldi sig ekki að mestu innandyra bara.
Var það reyndar að mestu í gær líka, við mæðgur tókum dömuherbergið í gegn, hentum, endurskipulögðum, þrifum og allt það. Dömurnar voða sáttar í dag og koma varla út úr "nýja" herberginu sínu.
Drengnum fannst nú að sér vegið, mamma kom bara ekkert inn í herbergið hans, var bara að leika við stelpurnar :o(
Karlinn farinn frá okkur ... í bili, var á Smyrlabjörgum um helgina og eyddi þar góðum tíma með öðrum Gídeon mönnum. Er svo á leið til Rvíkur og svo til Noregs á þriðjudag. Þannig að við sjáum hann ekki fyrr en að góðum tíma liðnum ... eða slæmum.

En njótið dagsins allir saman ... í roki eður ei ...

19. september 2007

Falleg mæðgin



Erum við ekki myndarleg???

17. september 2007

90



Það var svo gaman á Höfn um helgina. Við hittumst þar móðurfjölskyldan mín í tilefni af 90 ára afmæli elsku afa míns. Við áttum svo skemmtilegan tíma saman og sá gamli naut sín vel. Það er sennilega það sem skipti höfuðmáli. Annars er þetta með eindæmum skemmtileg fjölskylda sem ég á, hávær og alltaf gleði og gaman. Myndin er að sjálfsögðu af ömmu og afa.

9. september 2007

Vel heppnuð helgi

Afmælishöldin heppnuðust frábærlega, góður matur, góður veislustjóri, góð skemmtiatriði, gott fólk ... hefði ekki getað verið betra. Fengum 16 manns til okkar úr Reykjavíkinni (og næsta nágrenni) og svo bættust við 15 manns héðan af svæðinu. Afmælisdrengurinn var heldur betur ánægður með hvernig til tókst. Flestir farnir á braut en þeir síðustu fara í loftið eftir u.þ.b. hálfa klukkustund.

Svo er bara að fara að vinna að næstu afmælisveislu sem verður um næstu helgi. Þá skal haldið upp á níræðisafmæli elsku afa. Það verður ekki síðri veisla en sú nýliðna, enda með eindæmum skemmtileg fjölskylda þar á ferð.

5. september 2007

Sambandsleysi og kæruleysi

Já, netsambandið í sveitinni svíkur mann stundum og þannig er ástatt nú. Þar með skýrist fyrri hluti yfirskriftar þessarar færslu. Seinni hlutann útskýri ég með því að ég skuli vera að skrifa þessa annars innihaldslitlu færslu í vinnunni. Það flokkast sennilega undir kæruleysi. Ég ætti líklega að vera að gera eitthvað annað.

Annars snýst lífið okkar þessa dagana um undirbúning afmælishalda sem verða á laugardagskvöldið kemur. Það verður bara gaman.

1. september 2007

Með tvær í takinu



Um að gera að vera með nóg af þessum tölvum í gangi ... og láta fara vel um sig ... er það ekki?