31. júlí 2007

Tölvumál

Festi mér eina MacBook í dag. Hlakka til að fá hana í hús.

28. júlí 2007

Lítið sem gerist

Um þessar mundir eru dagarnir hverjir öðrum líkir, en þó er nóg að gera og lífið snýst því í kringum verkefni tengd gistiþjónustunni.
Nú styttist í verslunarmannahelgarmót og verður gaman að hitta fólkið sem kemur hingað þá.
Læt vita þegar eitthvað markvert gerist ...

20. júlí 2007

Góðir dagar

Sit úti á palli með tölvuna í kjöltunni. Veðrið leikur við mig, sólin skín og það er hlýtt. Sólbrenn.
Góðvinur okkar sem hér var staddur skutlaði upp fyrir okkur skjólgirðingu á hluta pallsins. Pallurinn stækkaði til muna við þetta og þetta kemur bara vel út. Set inn myndir við tækifæri.
Nóg að gera í gistiþjónustunni, maður er orðinn býsna snöggur að skipta á rúmum og þrífa klósett, fyrir utan ýmislegt annað sem maður öðlast frekari þjálfun í.
Karlpeningurinn á heimilinu fer suður á morgun, frænka að fermast og þeir verða fulltrúar fjölskyldunnar í þetta sinn.
Gömul og góð vinkona kemur og heimsækir okkur stelpurnar og við hlökkum mikið til.
Þetta er nú það helsta í dag.
Þar til næst ...

12. júlí 2007

Nýjar myndir

Jæja, búin að setja inn myndir frá Hollandsferð inn í albúmið mitt. Krækja hér:
  • Myndirnar mí­nar
  • 10. júlí 2007

    Loksins færsla ...

    Jæja, eitthvað er ég búin að vera löt við að setja inn færslur hér. Ætli áhuginn sé eitthvað að dvína? Kannski ... kannski ekki!




    En við erum komin heim eftir góða ferð til Hollands. Ég ætla nú ekki að fara að segja nákvæma ferðasögu hér en svona til að stikla á stóru og draga fram það helsta þá tók Kempervennen vel á móti okkur og við nutum þess að dvelja þar. Veðrið hefði getað verið betra en þrátt fyrir nokkra rigningardropa skemmtum við okkur vel hvort sem var í sundi, í hjólreiðaferðum, í búðum, úti að borða, á kaffihúsum, dýragarði, tívolí- og skemmtigarði eða bara heima í húsi við spil eða gott spjall. Það sem stóð upp úr voru sennilega samvistir við góða vini, heimsókn í Efteling (http://www.efteling.com/) og borgin Utrecht sem heillaði okkur hjónakornin upp úr skónum. Ég reyni nú að setja inn í albúmið mitt einhverjar myndir úr ferðinni, ef einhver hefur áhuga á að skoða slíkt. Maður veit aldrei.



    En nú þegar heim er komið tekur við vinna við gistiþjónustuna, það fer vel af stað, ótrúlegt hvað maður getur hugsað mikið og spekúlerað í ýmsum hlutum um leið og maður skiptir á rúmum, þrífur vaska og klósett og skúrar gólf. Stelpurnar eru mjög hjálpsamar og allir eru bara kátir með þetta. Ég kem sjálfri mér nokkuð á óvart því þetta er bara mun ágætara en ég kannski hélt. Þar kemur kannski jákvætt hugarfar til sögunnar. Gæti verið. Magnað hvað það kemur manni langt áleiðis. Kannski maður ætti að vera jákvæðari gagnvart fleiri hlutum sem manni þykja miður skemmtilegir.

    Læt heyra frá mér síðar ...

    2. júlí 2007

    Heimleid

    Erum á flugvellinum í Eindhoven, vélin fer reyndar ekki fyrr en í kvold. Einhverjir fara í baeinn í dag en adrir bída á flugvellinum og vakta farangurinn. Gódur tími á enda en tad verdur lika gott ad koma heim.
    Kvedjur frá ollum