21. júní 2007

Kempervennen

Eg verd sennilega ad skrifa a hollensku ... engir islenskir stafir her ... weer ist gut ... ja ... toilet ... in de omgeving van Kempervennen

Laet tetta duga i bili

alf...

15. júní 2007

Amsterdam rokkar

Já, haldið að það sé munur ...

Höfum það mjög gott hér í Hollandinu, Amsterdam centrum aðeins skoðað í dag, fórum á Madame Tussaud og í hús Önnu Frank. Svo ráfuðum við um og kynntum okkur hollenskt mannlíf.

14. júní 2007

Halló frá Houten

Jæja, við erum komin til Hollands og sitjum í borðstofunni hjá Þóru frænku (Bjarts) og borðum morgunmat. Við flugum frá Egilsstöðum til Köben í fyrrakvöld, gistum hjá Íslendingum rétt hjá Kastrup og könnuðum svo næsta nágrenni flugvallarins fyrripartinn í gær. Flugum svo áfram til Amsterdam seinnipartinn í gær og vorum sótt á flugvöllinn og farið með okkur hingað til Houten sem er í u.þ.b. 30 mín. akstursfjarlægð frá Schiphol. Voða notalegt að koma hingað og vel tekið á móti okkur. Ætli við fáum okkur ekki göngutúr um svæðið í dag og slöppum bara af í dag. Held það sé kærkomið fyrir alla.
Læt heyra betur frá mér síðar.

8. júní 2007

Sumarfrí

Já, sumarfríið er runnið upp ... eða svona því sem næst. Þarf reyndar að fara á tvo fundi eftir helgina, annan bara stuttan á mánudag en hinn öllu lengri á þriðjudag. Það er í lagi ef ég bara kemst út á flugvöll um kl. sjö á þriðjudagskvöldið. Það er nefnilega komið að ferðinni okkar til Hollands. Myndin er af sumarhúsagarðinum þar sem við ætlum að vera í 2 vikur. Ég er farin að hlakka svo til, ekki síst að hitta Kíu mína og Ragga og börnin tvö. Þetta verður frábært hjá okkur.

5. júní 2007

Samskipti

Hef mikið verið að hugsa um samskipti upp á síðkastið, eins og þau eru nú nauðsynleg þá geta þau líka reynt á okkur mannfólkið. Þess vegna finnst mér svo dásamlegt að fylgjast með dætrunum, hvernig þær eru að tengjast öðruvísi nú eftir að við fluttum í sveitina og þær þurfa meira á hvorri annarri að halda. Þær eru orðnar miklu nánari en þær voru áður.