29. maí 2007
28. maí 2007
Ferð til fjár...
... húsanna var farin í dag. Dreif Védísi systur og hennar lið með mér í heimsókn í fjárhúsin hennar Þrúðu. Þar var nú aldeilis skemmtilegt, sáum tvö lömb fæðast, já trúið mér, það var í fyrsta skipti sem ég á minni lífslöngu ævi hef barið slíkt augum. Betra er seint en aldrei. Kristjana var í skýjunum yfir þessu og vildi helst verða eftir. Þau yngri, Árni Jökull og Lilja Rós voru ekkert sérlega spennt og vildu bara komast út en sá yngsti var hæstánægður og var einna mest upptekinn af því að "kisurnar" (eins og hann kallaði kindurnar) væru að gráta. Læt fylgja með eina mynd af frændsystkinunum að strjúka einu lambi, en þau voru ekkert of örugg með sig eins og myndin gefur til kynna.
P.s. Þrúða mín, þú fyrirgefur mér myndbirtinguna :o)
26. maí 2007
Hei þú!
Jæja, er komin með nýja tölvu í kjöltuna og líkar það vel. Karlinn keypti að sjálfsögðu nýja græju fyrir frúna, ég var við það að missa geðheilsu og það vildi hann ekki. Ég ætti því að geta tjáð mig oftar hér á þessum vettvangi nú.
Nú fer heldur betur að styttast í annan endann á skólaárinu, einungis tvær vikur eftir af vinnu hjá mér. Þá tekur við Hollandsferðin góða, en við ætlum að fljúga beint héðan frá Egilsstöðum að kvöldi 12. júní. Fljúgum til Köben og keyrum svo þaðan og suður á bóginn til flata landsins. Hlökkum mikið til að eyða tíma þar með kærum vinum sem eru nú að flytja heim frá Eþíópíu.
Sumarið fer svo sennilega að mestu í ferðaþjónustu hér í sveitasælunni. Það verður gaman að takast á við það verk.
Skólinn er svo að skipuleggja náms- og kynnisferð til Svíþjóðar í nóvember. Það verður fróðlegt að kynna sér það sem Svíarnir gera í skólamálum og vonandi getum við lært eitthvað gott og gagnlegt af þeim. Hver veit nema maður reyni að líta til ættingjanna í þeirri ferð. Það kemur í ljós hvort það gangi saman. Vonandi þó fyrir mitt leyti. Hvað segir þú Ellen mín?
En við ætlum að njóta hvítasunnuhelgarinnar saman fjölskyldan og gera sem minnst nema skemmta hvert öðru. Er það ekki ágætis markmið í sjálfu sér?
Læt þetta duga í bili af engu ...
Nú fer heldur betur að styttast í annan endann á skólaárinu, einungis tvær vikur eftir af vinnu hjá mér. Þá tekur við Hollandsferðin góða, en við ætlum að fljúga beint héðan frá Egilsstöðum að kvöldi 12. júní. Fljúgum til Köben og keyrum svo þaðan og suður á bóginn til flata landsins. Hlökkum mikið til að eyða tíma þar með kærum vinum sem eru nú að flytja heim frá Eþíópíu.
Sumarið fer svo sennilega að mestu í ferðaþjónustu hér í sveitasælunni. Það verður gaman að takast á við það verk.
Skólinn er svo að skipuleggja náms- og kynnisferð til Svíþjóðar í nóvember. Það verður fróðlegt að kynna sér það sem Svíarnir gera í skólamálum og vonandi getum við lært eitthvað gott og gagnlegt af þeim. Hver veit nema maður reyni að líta til ættingjanna í þeirri ferð. Það kemur í ljós hvort það gangi saman. Vonandi þó fyrir mitt leyti. Hvað segir þú Ellen mín?
En við ætlum að njóta hvítasunnuhelgarinnar saman fjölskyldan og gera sem minnst nema skemmta hvert öðru. Er það ekki ágætis markmið í sjálfu sér?
Læt þetta duga í bili af engu ...
22. maí 2007
Á lífi!
Eru kannski allir hættir að koma hér við?
Heimilistölvan hrunin en verið að vinna í þeim málum. Þetta er náttúrulega ómögulegt.
Noregsferðin var góð, segi betur frá því síðar.
Nenni ekki að hafa þetta langt ef enginn sér.
Látið mig vita ef þið eruð enn vinir mínir :o)
Heimilistölvan hrunin en verið að vinna í þeim málum. Þetta er náttúrulega ómögulegt.
Noregsferðin var góð, segi betur frá því síðar.
Nenni ekki að hafa þetta langt ef enginn sér.
Látið mig vita ef þið eruð enn vinir mínir :o)
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)