29. apríl 2007
Garðvinna
23. apríl 2007
Allt og ekkert
Af okkur er ósköp lítið að frétta, helst það að tölvan er að stríða okkur og maður kemst ekki á netið nema endrum og sinnum og alveg spurning hve langur tími líður þar til mótmælin hefjast á nýjan leik. Bloggfærslur því fremur fáar um þessar mundir.
Lífið gengur sinn vanagang, ég sinni kennslunni eins og vel og mér er unnt (spurning hvort það er fullnægjandi), Bjartur sér að mestu um heimilið og finnur sér eitthvað til dundurs í bókhaldi Eyjólfsstaða, drengurinn elskar leikskólann sinn og stelpurnar standa sig alveg hreint ágætlega í skólanum og tónlistarskólanum.
Læt fylgja með eina mynd af frumburðinum, styttist í að 12 séu frá því daman leit dagsins ljós þarna um árið.
19. apríl 2007
Gleðilegt sumar ...
... og takk fyrir veturinn.
Eitthvað hefur lítið farið fyrir skrifum undanfarið, ástæðurnar sjálfsagt margar, fyrst og fremst framtaksleysi (stundum nefnt leti). En betur má ef duga skal.
Allt gott af okkur hér, allir kampakátir og við góða heilsu.
Kvenkostur heimilisins fór í bænagöngu um Egilsstaði í morgun ásamt góðum vinum.
Allir fengu sumargjafir í dag, börnin útileikföng og settið sælgæti. Ekki slæmt það.
Framundan lokatörn í skólastarfinu, Oslóarferð í maí og Holland tekur svo á móti okkur í júní. Margt til að hlakka til.
Læt fylgja með mynd af afkvæmunum með litlu heimatilbúnu páskaeggin sem féllu heldur betur í kramið. Loksins fengu stelpurnar egg sem þær gátu borðað!


