30. janúar 2007
Flutt
Jæja, við erum flutt og svona aðeins byrjuð að koma okkur fyrir. Þetta er fínasta tilfinning, gott að vera komin í sveitina, góður staður.
Bjartur er þó flúinn, með dæturnar með sér, þau flugu í vesturátt nú fyrr í dag. Við mæðginin förum svo á eftir þeim á föstudaginn.
Ég sé á teljara síðunnar að 4000. gesturinn fer að detta hér inn, láttu í þér heyra. Það er svo gaman.
Meira síðar ...
Bjartur er þó flúinn, með dæturnar með sér, þau flugu í vesturátt nú fyrr í dag. Við mæðginin förum svo á eftir þeim á föstudaginn.
Ég sé á teljara síðunnar að 4000. gesturinn fer að detta hér inn, láttu í þér heyra. Það er svo gaman.
Meira síðar ...
22. janúar 2007
Lítið í gangi hér ...
Það er svo sem ekkert sérstakt að frétta frá okkur. Lífið rúllar bara sinn vanagang og við stefnum suður á bóginn í næstu viku. Ætlum þó ekki að vera á útopnu í heimsóknum hingað og þangað, frekar njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman sem fjölskylda. Aldrei of mikið gert af því.
18. janúar 2007
Pakki, pakki, pakk...
Lítið annað sem gerist hér á bæ þessa dagana. Pökkunin gengur bara vel og kössunum fjölgar sem fylltir hafa verið af hinu og þessu dóti sem fylgir okkur mannfólkinu.
Flutningar fyrirhugaðir á næstu dögum. Ef ykkur langar að aðstoða þá gefið ykkur fram ... hehe
Hvar er betra að æfa sig en mitt á meðal kassanna?
13. janúar 2007
Búin að selja!!!
Já, við skrifuðum loksins undir kaupsamning í gær. Afhendum húsið 30. jan. þannig að nú styttist allverulega í flutninga. Hlakka til að fara í sveitina og takast á við það sem þar mætir okkur.
Annars eru allir kátir, Bjartur fór með krakkana upp í fjall í dag, Katrín prófaði nýja brettið sitt og þau hin renndu sér á sleðum. Ótrúlegt fjör var mér sagt. Ég var heima að pakka á meðan. Mér fannst pínu skrítið að byrja á því aftur ... svo stutt síðan síðast finnst mér.
Svo lofaði ég víst mynd af "miðjubarninnu" eins og hún kallar sjálfa sig á stundum. Hún er ekki mikið fyrir að vera í sviðsljósinu þessi elska, en hér er hún sofnuð í nýju kojunni sinni.
Annars eru allir kátir, Bjartur fór með krakkana upp í fjall í dag, Katrín prófaði nýja brettið sitt og þau hin renndu sér á sleðum. Ótrúlegt fjör var mér sagt. Ég var heima að pakka á meðan. Mér fannst pínu skrítið að byrja á því aftur ... svo stutt síðan síðast finnst mér.
Svo lofaði ég víst mynd af "miðjubarninnu" eins og hún kallar sjálfa sig á stundum. Hún er ekki mikið fyrir að vera í sviðsljósinu þessi elska, en hér er hún sofnuð í nýju kojunni sinni.
9. janúar 2007
Dugleg stelpa
Sumir (nefni engin nöfn en fyrstu stafirnir eru V-é-d-í-s) hafa verið að kvarta yfir því við mig að svo virðist sem ég eigi aðeins eitt barn, a.m.k. ef mið er tekið af myndbirtingum hér á þessari annars ágætu síðu. Þá er að sjálfsögðu átt við örverpið. Ég ætla að reyna að bæta úr þessu og birti hér mynd af frumburðinum við eldhússtörfin. Um leið má geta þess að hún er yfirleitt sérlega dugleg og jákvæð þegar kemur að störfum eldhússins, þessi elska.
8. janúar 2007
7. janúar 2007
Gamalt
Datt í að lesa gamalt blogg sjálfrar mín og hafði býsna gaman að umræðunni sem fylgdi þessari færslu:
05 febrúar 2006
Steiktir riddarar og heitt súkkulaði með rjóma ...
... er eitt það besta sem ég get boðið börnunum mínum upp á. Þetta eru þau nú að innbyrða í þessum rituðu orðum og kjamsa vel á þessu og smjatta. Það þarf ekki mikið til að gleðja þessi grey.Annars er vor í lofti hér í dag og við búin að vera heilmikið úti, fórum aðeins til mö+pa og skoðuðum nýjasta farakostinn þar á bæ. Ótrúlega flottur og mikið hlakka ég til að sjá karl föður minn þeysast um á þessu tryllitæki.
skrifaði Álfheiður kl. 14:48 21 athugasemdir
05 febrúar 2006
Steiktir riddarar og heitt súkkulaði með rjóma ...
... er eitt það besta sem ég get boðið börnunum mínum upp á. Þetta eru þau nú að innbyrða í þessum rituðu orðum og kjamsa vel á þessu og smjatta. Það þarf ekki mikið til að gleðja þessi grey.Annars er vor í lofti hér í dag og við búin að vera heilmikið úti, fórum aðeins til mö+pa og skoðuðum nýjasta farakostinn þar á bæ. Ótrúlega flottur og mikið hlakka ég til að sjá karl föður minn þeysast um á þessu tryllitæki.
skrifaði Álfheiður kl. 14:48 21 athugasemdir
Jólin flogin út í buskann
Já, dreif í að fjarlægja jólaummerkin, allt farið nema seríur í gluggum barnanna. Leyfi þeim að lafa aðeins lengur, kannski fram að flutningum.
Set til gamans hér mynd af verðandi heimili okkar.
5. janúar 2007
Góðir gestir
Það var svo gaman að hafa Sirrý, Gústa og Þyrí
hjá okkur um áramótin.
Frábær fjölskylda.
Takk fyrir komuna!!!
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)







