30. desember 2007
Jólin
25. desember 2007
Gledileg jol
19. desember 2007
Litla barnið mitt...
18. desember 2007
Finnst þetta athyglisvert
Í ljósi liðinna atburða ... hryðjuverkaárása, skotárása í skólum o.s.frv., þá held ég að þetta hafi allt byrjað þegar Madeline Murray O'Hare (sem var myrt, lík hennar fannst fyrir stuttu) kvartaði yfir bæn í skólum okkar, og við sögðum: „Allt í lagi.“ Síðan sagði einhver að það væri betra að sleppa því að lesa Biblíuna í skólum, Biblíuna sem segir: þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, og elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig. Og við sögðum „Allt í lagi.“ Síðan sagði einhver að kennarar og skólastjórar ættu ekki að aga börnin okkar þegar þau haga sér illa. Og skólayfirvöld sögðu: „Enginn starfsmaður skólans ætti að snerta nemendur þegar þeir haga sér illa, vegna þess að við viljum ekki slæmt umtal og svo sannarlega viljum við ekki verða lögsótt (en það er stór munur á ögun og snertingu, barnsmíðum, löðrungi, niðurlægingu, spörkum o.s.frv.), og við sögðum: „Allt í lagi.“
Síðan sagði einhver mikilsvirtur ráðamaður: „Það skiptir ekki máli hvað við gerum í okkar einkalífi, svo framarlega sem við vinnum vinnuna okkar. Og við samþykktum þetta og sögðum: „Það skiptir ekki máli hvað nokkur annar, þar á meðal forsetinn, gerir í einkalífi sínu á meðan ég hef vinnu og efnahagslífið er gott.“ Og síðan sagði skemmtanaiðnaðurinn: „Búum til sjónvarpsþætti og kvikmyndir sem stuðla að guðlasti og ljótu orðbragði, ofbeldi og óleyfilegu kynlífi. Og gerum tónlist sem hvetur til nauðgana, eiturlyfjanotkunar, morða, sjálfsmorða og djöfladýrkunar.“ Og við sögðum: „Þetta er bara skemmtun, þetta hefur engin slæm áhrif, og enginn tekur þessu hvort sem er alvarlega, svo gerið bara eins og þið viljið.“ Og nú spyrjum við okkur hvers vegna börnin okkar hafa enga samvisku og hvers vegna þau þekkja ekki muninn á réttu og röngu og hvers vegna þeim finnst ekkert að því að myrða ókunnuga, skólafélaga sína og sig sjálf.
Ef við hugsum málið nógu vel og lengi, þá getum við eflaust áttað okkur á stöðunni. Ég held að þetta hafi mikið að gera með að við „UPPSKERUM EINS OG VIÐ SÁUM.“
[Það má líka auðveldlega ímynda sér eftirfarandi bænarbréf til Guðs:] „Elsku Guð, hvers vegna hjálpaðir þú ekki litlu stelpunni sem var myrt í skólastofunni sinni? Einlægur og áhyggjufullur nemandi.“ ... OG SVARIÐ: „Kæri einlægi og áhyggjufulli nemandi, mér er ekki hleypt inn í skólana. Þinn einlægur, Guð.“
Skrítið hvað það er einfalt fyrir fólki að gera lítið úr Guði og vera síðan hissa á því að heimurinn skuli vera á leið til helvítis. Skrítið að við skulum trúa því sem stendur í dagblöðum, en við efumst um það sem stendur í Biblíunni. Skrítið hvernig allir vilja komast til himna, svo framarlega að þeir þurfi ekki að trúa, hugsa, segja eða gera neitt sem Biblían segir. Skrítið hvernig sumir geta sagt: „Ég trúi á Guð“ en samt fylgt Satan [...] Skrítið hvað við erum fljót að dæma, en viljum sjálf ekki vera dæmd. Skrítið hvernig þú getur sent þúsund brandara í tölvupósti og þeir berast um eins og eldur í sínu, en þegar þú ferð að senda tölvupóst þar sem talað er um Drottin, þá hugsar fólk sig tvisvar um áður en það sendir hann áfram. Skrítið hvernig klúr, ósæmilegur, óheflaður og ruddalegur póstur ferðast frjáls um netheiminn, en opinber umræða um Guð er þögguð niður í skólum og vinnustöðum. Skrítið hvernig einhver getur verið svo brennandi fyrir Guði á sunnudegi, en verið ósýnilegur kristinn einstaklegur það sem eftir lifir vikunnar.
Hlærðu? Skrítið hvernig þú ferð að við að áframsenda þennan póst, þá sendir þú hann ekki til margra í netfangabókinni þinni vegna þess að þú ert ekki viss um hverju þeir trúa eða hvað þeir munu halda um þig fyrir að senda sér þennan póst. Skrítið hvernig ég get haft meiri áhyggjur hvað öðru fólki finnst um mig en hvað Guði finnst um mig.
Hefur þetta fengið þig til að hugsa? Ef þér finnst það þess virði, sendu þennan póst áfram. Ef ekki, hentu honum þá... Enginn mun vita hvað þú gerðir. En ef þú hendir þessum hugsunum frá þér, sittu þá ekki hjá og kvartaðu ekki yfir því, hversu slæmum málum heimurinn er í!"
12. desember 2007
Skemmtilegur skóladagur

9. desember 2007
Jule, jule ...
5. desember 2007
Ástin ...
Ég spurði hann hvort hann væri að hugsa um einhvern sérstakan þegar hann segði svona.
"Já, um Margréti Maríu!"
1. desember 2007
Vetur konungur ...
Mér finnst voða notalegt að vera heima og þurfa ekki að fara út þegar veðrið er eins og það var í gær. Snjókoma, hvasst, kalt og þar fram eftir götunum.
Ég upplifði í gær skrítna tilfinningu Var minnt á það hve stutt er á milli lífsins og dauðans. Maður á að nýta tækifærin vel sem gefast og njóta tímans sem manni er gefinn með sínum nánustu. Þannig er það bara og ég ætla mér að gera það.
Hafið það annars bara gott um helgina. Ég stefni að því hér.
27. nóvember 2007
Ég á erfitt með ...
Ótúlegustu hlutir sem maður á erfitt með að höndla!
26. nóvember 2007
Jæja ...
Var í Reykjavík um helgina, fórum bara tvö, hjónakornin ... svo langt síðan við höfum farið svona tvö saman án barnanna. Enda fannst okkur á köflum fullrólegt í kringum okkur. Við settumst niður á laugardaginn í Smáralindinni og fengum okkur að borða. Bjartur sagði við mig á einhverjum tímapunkti:
"Hva ... ætlarðu ekki að segja neitt?"
En við áttum góðan tíma og hittum góða vini og nokkra fjölskyldumeðlimi líka. Það var ekki verra. Alltaf gaman að hitta skyldfólkið, maður gerir allt of lítið af því í þessum borgarheimsóknum. Kannski maður taki sig bara á!
Næst á dagskrá er að taka herbergi Katrínar í gegn, mála og setja nýja hillu og dúlla eitthvað við þessa elsku. Næstu dagar fara í það verkefni. Kristjana er alsæl með græna herbergið sitt og vill varla annars staðar vera.
Næstu helgi er stefnan svo sett á Kjarnaskóg, í bústað með góðum vinum. Kannski maður líti í jólahúsið ...
20. nóvember 2007
Framhaldssaga
Suðurferð áætluð um helgina.
19. nóvember 2007
Enn heima
18. nóvember 2007
Leiðindahelgi
14. nóvember 2007
Komin heim ...
... frábært að hitta Ellen frænku og eyða smá tíma með henni. Takk fyrir mig! Líka gaman að hitta stelpurnar, Styrmi, Ingibjörgu og Bjössa.
... ákaflega vel heppnað allt saman.
Löt að blogga ... kannski batnar mér ...
3. nóvember 2007
Allt á full swing
Nei þetta er nú kannski fullýkt. Hins vegar er verið að skipta um hurðir hjá okkur ... þó fyrr hefði verið :o) ...
Annars er liðið komið í vetrarfrí, ég á leið til Sverige í næstu viku ... spennandi ...
Stend við eldavélina ... en ekki hvar ... er að baka "skonskur" eins og sonurinn kallar þær ...
Meira síðar ...
1. nóvember 2007
30. október 2007
Frumraun
Mér finnst ég bara nokkuð flínk ...
28. október 2007
Annasöm helgi
Eftir gærkvöldið er ég þó hugsi yfir foreldrum sem virðast ekki vera uppteknir af því að fylgja börnunum sínum eftir á svona kvöldum. Þá á ég við þegar börnin fá að leika lausum hala, hlaupa um og gala og góla á meðan á dagskrá stendur. Þessir sömu foreldrar geta svo látið í sér heyra t.d. um það að skólinn sé alltof agalaus og kennarar setji börnunum ekki nægilega stífan ramma. Það sé ekki gott. Ég hef einhvern veginn ekki skilning á þessu. Kannski er ég voða skilningslaus ...
23. október 2007
22. október 2007
Margt að hlakka til
Nú styttist í Svíþjóðarferð, hluti kennara skólans ætlar að skella sér í náms- og kynnisferð til Helsingborgar þann 7. nóvember. Fljúgum til Köben og tökum lest þaðan til H. Eyðum fimmtudegi og föstudegi í skólaheimsóknir og kynningar þar að lútandi. Á föstudagskvöldinu ætla ég svo með lest til Gautaborgar og heimsækja kæra frænku, hlakka mikið til þess. Komum svo heim á sunnudeginum.
Svo er ég búin að bóka bústað í Kjarnaskógi um mánaðamótin nóv.-des. Þar ætlum við að eiga góðan tíma með góðum vinum. Allir hlakka til að hittast, svo þetta verður hin besta skemmtun.
Svo er litla systir búin að boða komu sína og barnanna skömmu fyrir jól. Mikið verður gaman að hafa þau og ég veit að þetta verður gæðatíma fyrir Árna Jökul og Lilju Rós. Þau eru bara skemmtileg saman. Og ekki er Jóhann síðri. Þetta verður frábært. Hlakka til að fá þig hingað Védís mín!
Mikið væri lífið nú leiðinlegt ef ekki væri neitt að hlakka til ...
18. október 2007
Tjahh!
Það var nú lítið um uppákomur í tilefni dagsins enda var tilgangurinn að hittast sem við og gerðum. Það er mikið gott að vera búin að fá karlinn heim, þetta er einhvern veginn allt miklu skemmtilegra þegar við erum saman.
Annars er bara nóg að gera, frumburðurinn í samræmdum prófum, það tekur aðeins á geðið hennar en við lifum það af. Miðlungurinn spilar á tónleikum á morgun. Örverpið er svo bara að dúllast í kringum okkur, nýjasta æðið er að setja saman "módel" sem vinkona hans í USA sendi honum sem síðbúna afmælisgjöf.
Þar til næst ...
16. október 2007
14
Hvað við ætlum að gera í tilefni dagsins? Jú, við ætlum að hittast :o)
Karlinn er loksins að koma heim úr ferðalögunum sínum og ætli mér takist ekki að halda honum heima í dágóðan tíma. Ég vona það a.m.k.
15. október 2007
Bóka...hvað???

You're Babar the King!
by Jean de Brunhoff
Though your life has been filled with struggle and sadness of late,
you're personally doing quite well for yourself. All this success brings responsibility,
though, and should not be taken lightly. Life has turned from war to peace, from damage
to reconstruction, and this brings a bright new hope for everyone you know. These hopeful
people look to you for guidance, and your best advice to them is to watch out for snakes.
You're quite fond of the name "Celeste".
Take the Book Quiz
at the Blue Pyramid.
14. október 2007
Jæja ...
Viljið þið samt gleðja mitt auma hjarta með því að kvitta fyrir komu ykkar hingað svo ég sjái hverjir það eru sem koma hér við. Það eru athugasemdirnar sem halda lífinu í þessari síðu, án þeirra væri þetta ekkert gaman.
12. október 2007
11. október 2007
Nóg um að vera
8. október 2007
Komin heim ...
Annars allt gott bara ...
5. október 2007
4. október 2007
Kveðjur úr borginni
Stússuðumst í útréttingum í gær, frumburðinn fékk æðsta draum sinn uppfylltan, pabbi keypti handa henni ka......... skó. Ég er nú svo illa að mér í tískuheimi ungmennanna að ég veit ekki einu sinni hvað þetta heitir. En hún er sæl og glöð.
Meiri útréttingar í dag auk læknaheimsókna. Svo eyðum við tímanum bara í góðra vina hópi. Það er svo gaman.
Veðrið mætti nú vera betra, heldur blautt fyrir minn smekk. En það þýðir víst lítið að spá í það. Ekki breyti ég því.
29. september 2007
Enn af guttanum
- Íris
- Hjalti Jóel
- Lilja Rós
- Friðrik Páll
... og síðastur en ekki sístur ... MAGNÚS SCHEVING!!!!
Ætli hann sé með heimsóknartíma???
26. september 2007
25. september 2007
23. september 2007
Ekta haustveður
Var það reyndar að mestu í gær líka, við mæðgur tókum dömuherbergið í gegn, hentum, endurskipulögðum, þrifum og allt það. Dömurnar voða sáttar í dag og koma varla út úr "nýja" herberginu sínu.
Drengnum fannst nú að sér vegið, mamma kom bara ekkert inn í herbergið hans, var bara að leika við stelpurnar :o(
Karlinn farinn frá okkur ... í bili, var á Smyrlabjörgum um helgina og eyddi þar góðum tíma með öðrum Gídeon mönnum. Er svo á leið til Rvíkur og svo til Noregs á þriðjudag. Þannig að við sjáum hann ekki fyrr en að góðum tíma liðnum ... eða slæmum.
En njótið dagsins allir saman ... í roki eður ei ...
19. september 2007
17. september 2007
90
Það var svo gaman á Höfn um helgina. Við hittumst þar móðurfjölskyldan mín í tilefni af 90 ára afmæli elsku afa míns. Við áttum svo skemmtilegan tíma saman og sá gamli naut sín vel. Það er sennilega það sem skipti höfuðmáli. Annars er þetta með eindæmum skemmtileg fjölskylda sem ég á, hávær og alltaf gleði og gaman. Myndin er að sjálfsögðu af ömmu og afa.
9. september 2007
Vel heppnuð helgi
Svo er bara að fara að vinna að næstu afmælisveislu sem verður um næstu helgi. Þá skal haldið upp á níræðisafmæli elsku afa. Það verður ekki síðri veisla en sú nýliðna, enda með eindæmum skemmtileg fjölskylda þar á ferð.
5. september 2007
Sambandsleysi og kæruleysi
Annars snýst lífið okkar þessa dagana um undirbúning afmælishalda sem verða á laugardagskvöldið kemur. Það verður bara gaman.
1. september 2007
29. ágúst 2007
Skólabyrjun
Nú fer að styttast í afmælisveislu bóndans, það verður gaman að fá vini að sunnan til að taka þátt í herlegheitunum með okkur austantjaldsfólkinu.
Svo helgina eftir það verður brunað á heimaslóðir, suður í Hornafjörð, þar sem sá elsti verður heiðraður á níræðisafmælinu. Ég hlakka mikið til að hitta frændfólkið og eyða með þeim helgi.
Þar til næst ...
26. ágúst 2007
25. ágúst 2007
Laugardagur
Fórum í morgun og tókum þátt í Ormsteiti sem er hátíð sveitarfélagsins. Það var voða gaman að taka þátt í því að grilla brauðorma og drekka ormagos.
Fór svo í garðinn hjá mömmu og hirti rabarbara og er núna að sjóða mér sultutau. Ómissandi.
Þreytt og löt núna.
Er að spá í að leggja mig aðeins.
Skólasetning annað kvöld.
22. ágúst 2007
Skoðið þetta
Endilega kynnið ykkur hvað þarna er í boði.
21. ágúst 2007
15. ágúst 2007
14. ágúst 2007
13. ágúst 2007
Sumarleyfi ...
9. ágúst 2007
8. ágúst 2007
2. ágúst 2007
31. júlí 2007
28. júlí 2007
Lítið sem gerist
Nú styttist í verslunarmannahelgarmót og verður gaman að hitta fólkið sem kemur hingað þá.
Læt vita þegar eitthvað markvert gerist ...
25. júlí 2007
20. júlí 2007
Góðir dagar
Góðvinur okkar sem hér var staddur skutlaði upp fyrir okkur skjólgirðingu á hluta pallsins. Pallurinn stækkaði til muna við þetta og þetta kemur bara vel út. Set inn myndir við tækifæri.
Nóg að gera í gistiþjónustunni, maður er orðinn býsna snöggur að skipta á rúmum og þrífa klósett, fyrir utan ýmislegt annað sem maður öðlast frekari þjálfun í.
Karlpeningurinn á heimilinu fer suður á morgun, frænka að fermast og þeir verða fulltrúar fjölskyldunnar í þetta sinn.
Gömul og góð vinkona kemur og heimsækir okkur stelpurnar og við hlökkum mikið til.
Þetta er nú það helsta í dag.
Þar til næst ...
12. júlí 2007
Nýjar myndir
10. júlí 2007
Loksins færsla ...
En við erum komin heim eftir góða ferð til Hollands. Ég ætla nú ekki að fara að segja nákvæma ferðasögu hér en svona til að stikla á stóru og draga fram það helsta þá tók Kempervennen vel á móti okkur og við nutum þess að dvelja þar. Veðrið hefði getað verið betra en þrátt fyrir nokkra rigningardropa skemmtum við okkur vel hvort sem var í sundi, í hjólreiðaferðum, í búðum, úti að borða, á kaffihúsum, dýragarði, tívolí- og skemmtigarði eða bara heima í húsi við spil eða gott spjall. Það sem stóð upp úr voru sennilega samvistir við góða vini, heimsókn í Efteling (http://www.efteling.com/) og borgin Utrecht sem heillaði okkur hjónakornin upp úr skónum. Ég reyni nú að setja inn í albúmið mitt einhverjar myndir úr ferðinni, ef einhver hefur áhuga á að skoða slíkt. Maður veit aldrei.
En nú þegar heim er komið tekur við vinna við gistiþjónustuna, það fer vel af stað, ótrúlegt hvað maður getur hugsað mikið og spekúlerað í ýmsum hlutum um leið og maður skiptir á rúmum, þrífur vaska og klósett og skúrar gólf. Stelpurnar eru mjög hjálpsamar og allir eru bara kátir með þetta. Ég kem sjálfri mér nokkuð á óvart því þetta er bara mun ágætara en ég kannski hélt. Þar kemur kannski jákvætt hugarfar til sögunnar. Gæti verið. Magnað hvað það kemur manni langt áleiðis. Kannski maður ætti að vera jákvæðari gagnvart fleiri hlutum sem manni þykja miður skemmtilegir.
Læt heyra frá mér síðar ...
2. júlí 2007
21. júní 2007
Kempervennen
Laet tetta duga i bili
alf...
15. júní 2007
Amsterdam rokkar
Já, haldið að það sé munur ...
Höfum það mjög gott hér í Hollandinu, Amsterdam centrum aðeins skoðað í dag, fórum á Madame Tussaud og í hús Önnu Frank. Svo ráfuðum við um og kynntum okkur hollenskt mannlíf.
14. júní 2007
Halló frá Houten
Læt heyra betur frá mér síðar.
8. júní 2007
Sumarfrí
5. júní 2007
Samskipti
Hef mikið verið að hugsa um samskipti upp á síðkastið, eins og þau eru nú nauðsynleg þá geta þau líka reynt á okkur mannfólkið. Þess vegna finnst mér svo dásamlegt að fylgjast með dætrunum, hvernig þær eru að tengjast öðruvísi nú eftir að við fluttum í sveitina og þær þurfa meira á hvorri annarri að halda. Þær eru orðnar miklu nánari en þær voru áður.
29. maí 2007
28. maí 2007
Ferð til fjár...
... húsanna var farin í dag. Dreif Védísi systur og hennar lið með mér í heimsókn í fjárhúsin hennar Þrúðu. Þar var nú aldeilis skemmtilegt, sáum tvö lömb fæðast, já trúið mér, það var í fyrsta skipti sem ég á minni lífslöngu ævi hef barið slíkt augum. Betra er seint en aldrei. Kristjana var í skýjunum yfir þessu og vildi helst verða eftir. Þau yngri, Árni Jökull og Lilja Rós voru ekkert sérlega spennt og vildu bara komast út en sá yngsti var hæstánægður og var einna mest upptekinn af því að "kisurnar" (eins og hann kallaði kindurnar) væru að gráta. Læt fylgja með eina mynd af frændsystkinunum að strjúka einu lambi, en þau voru ekkert of örugg með sig eins og myndin gefur til kynna.
26. maí 2007
Hei þú!
Nú fer heldur betur að styttast í annan endann á skólaárinu, einungis tvær vikur eftir af vinnu hjá mér. Þá tekur við Hollandsferðin góða, en við ætlum að fljúga beint héðan frá Egilsstöðum að kvöldi 12. júní. Fljúgum til Köben og keyrum svo þaðan og suður á bóginn til flata landsins. Hlökkum mikið til að eyða tíma þar með kærum vinum sem eru nú að flytja heim frá Eþíópíu.
Sumarið fer svo sennilega að mestu í ferðaþjónustu hér í sveitasælunni. Það verður gaman að takast á við það verk.
Skólinn er svo að skipuleggja náms- og kynnisferð til Svíþjóðar í nóvember. Það verður fróðlegt að kynna sér það sem Svíarnir gera í skólamálum og vonandi getum við lært eitthvað gott og gagnlegt af þeim. Hver veit nema maður reyni að líta til ættingjanna í þeirri ferð. Það kemur í ljós hvort það gangi saman. Vonandi þó fyrir mitt leyti. Hvað segir þú Ellen mín?
En við ætlum að njóta hvítasunnuhelgarinnar saman fjölskyldan og gera sem minnst nema skemmta hvert öðru. Er það ekki ágætis markmið í sjálfu sér?
Læt þetta duga í bili af engu ...
22. maí 2007
Á lífi!
Heimilistölvan hrunin en verið að vinna í þeim málum. Þetta er náttúrulega ómögulegt.
Noregsferðin var góð, segi betur frá því síðar.
Nenni ekki að hafa þetta langt ef enginn sér.
Látið mig vita ef þið eruð enn vinir mínir :o)
29. apríl 2007
Garðvinna
23. apríl 2007
Allt og ekkert
Af okkur er ósköp lítið að frétta, helst það að tölvan er að stríða okkur og maður kemst ekki á netið nema endrum og sinnum og alveg spurning hve langur tími líður þar til mótmælin hefjast á nýjan leik. Bloggfærslur því fremur fáar um þessar mundir.
Lífið gengur sinn vanagang, ég sinni kennslunni eins og vel og mér er unnt (spurning hvort það er fullnægjandi), Bjartur sér að mestu um heimilið og finnur sér eitthvað til dundurs í bókhaldi Eyjólfsstaða, drengurinn elskar leikskólann sinn og stelpurnar standa sig alveg hreint ágætlega í skólanum og tónlistarskólanum.
Læt fylgja með eina mynd af frumburðinum, styttist í að 12 séu frá því daman leit dagsins ljós þarna um árið.
19. apríl 2007
Gleðilegt sumar ...
... og takk fyrir veturinn.
Eitthvað hefur lítið farið fyrir skrifum undanfarið, ástæðurnar sjálfsagt margar, fyrst og fremst framtaksleysi (stundum nefnt leti). En betur má ef duga skal.
Allt gott af okkur hér, allir kampakátir og við góða heilsu.
Kvenkostur heimilisins fór í bænagöngu um Egilsstaði í morgun ásamt góðum vinum.
Allir fengu sumargjafir í dag, börnin útileikföng og settið sælgæti. Ekki slæmt það.
Framundan lokatörn í skólastarfinu, Oslóarferð í maí og Holland tekur svo á móti okkur í júní. Margt til að hlakka til.
Læt fylgja með mynd af afkvæmunum með litlu heimatilbúnu páskaeggin sem féllu heldur betur í kramið. Loksins fengu stelpurnar egg sem þær gátu borðað!
7. apríl 2007
3. apríl 2007
Reykjavik, Iceland
21. mars 2007
12. mars 2007
Góð helgi
Læt þetta duga að sinni ...
6. mars 2007
25. febrúar 2007
Góður dagur
En frumburðurinn lá heima í pest. Hún kemur bara næst.
14. febrúar 2007
11. febrúar 2007
Gamalt og gott
30. janúar 2007
Flutt
Bjartur er þó flúinn, með dæturnar með sér, þau flugu í vesturátt nú fyrr í dag. Við mæðginin förum svo á eftir þeim á föstudaginn.
Ég sé á teljara síðunnar að 4000. gesturinn fer að detta hér inn, láttu í þér heyra. Það er svo gaman.
Meira síðar ...
22. janúar 2007
Lítið í gangi hér ...
Það er svo sem ekkert sérstakt að frétta frá okkur. Lífið rúllar bara sinn vanagang og við stefnum suður á bóginn í næstu viku. Ætlum þó ekki að vera á útopnu í heimsóknum hingað og þangað, frekar njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman sem fjölskylda. Aldrei of mikið gert af því.
18. janúar 2007
Pakki, pakki, pakk...
Lítið annað sem gerist hér á bæ þessa dagana. Pökkunin gengur bara vel og kössunum fjölgar sem fylltir hafa verið af hinu og þessu dóti sem fylgir okkur mannfólkinu.
Flutningar fyrirhugaðir á næstu dögum. Ef ykkur langar að aðstoða þá gefið ykkur fram ... hehe
13. janúar 2007
Búin að selja!!!
Annars eru allir kátir, Bjartur fór með krakkana upp í fjall í dag, Katrín prófaði nýja brettið sitt og þau hin renndu sér á sleðum. Ótrúlegt fjör var mér sagt. Ég var heima að pakka á meðan. Mér fannst pínu skrítið að byrja á því aftur ... svo stutt síðan síðast finnst mér.
Svo lofaði ég víst mynd af "miðjubarninnu" eins og hún kallar sjálfa sig á stundum. Hún er ekki mikið fyrir að vera í sviðsljósinu þessi elska, en hér er hún sofnuð í nýju kojunni sinni.





















