Helstu fréttir eru þær að við töldum okkur vera búin að selja húsið, komin með undirritað kauptilboð ... en eitthvað virðist vera að klikka hinumegin. Frekar fúlt, en það hlýtur að koma síðar eitthvað annað og jafnvel betra. Við flytjum allavega ekki fyrir jól.
Helgin fer í tiltekt, skreytingar, sækjum jólatré í skóginn, laufabrauðsgerð og eitthvað fleira skemmtilegt. Hlakka til að takast á við þetta, síst þó tiltektina ...
Tveir vinnudagar + eitt jólaball eftir fram að jólafríi. Jólafrí er dásamleg uppfinning!
Til að koma í veg fyrir misskilning þá vil ég taka fram að ég er hlynnt tölvunotkun barna, ef það er undir eftirliti foreldra og það sem þau fást við er uppbyggilegt og þroskandi. Spurningin mín snerist frekar um það hvort fjögurra ára börn ættu að stunda þetta í herberginu sínu.
Er þetta framtíðin? Fjögurra ára guttar í tölvuleik í herberginu sínu? Þegar ég kom heim í gær var þetta staðan. Mér fannst þetta pínu fyndið, en um leið ekki óskastaða. Er ég skrítin?