30. desember 2006

Litli töffarinn

Guttinn þurfti aðeins að fá að stíga á bretti stóru systur.
Tekur hann sig ekki vel út?

29. desember 2006

3500

Einn eftir í 3500, hver verður það???
Láttu vita, það er svo gaman.

27. desember 2006

Jólin

Við héldum yndisleg jól, þau síðustu í Koltröðinni.
Borðuðum frábæran mat, nutum þess að vera saman
og slappa af, lékum okkur, spiluðum,
fórum í göngutúr, heimsóttum góða vini,
eyddum kvöldstund með fjölskyldunni.
Niðurstaða: góður fjölskyldutími.

21. desember 2006

Jólatré

Við fórum í skóginn um síðustu helgi og náðum okkur í þetta fína jólatré.
Að sjálfsögðu var svo drifið í að skreyta það og Katrín fór fimum höndum um skrautið.


16. desember 2006

Jæja

Kannski kominn tími á nýja færslu ... eða hvað?

Helstu fréttir eru þær að við töldum okkur vera búin að selja húsið, komin með undirritað kauptilboð ... en eitthvað virðist vera að klikka hinumegin. Frekar fúlt, en það hlýtur að koma síðar eitthvað annað og jafnvel betra. Við flytjum allavega ekki fyrir jól.

Helgin fer í tiltekt, skreytingar, sækjum jólatré í skóginn, laufabrauðsgerð og eitthvað fleira skemmtilegt. Hlakka til að takast á við þetta, síst þó tiltektina ...

Tveir vinnudagar + eitt jólaball eftir fram að jólafríi. Jólafrí er dásamleg uppfinning!

Meira síðar ...

9. desember 2006

Varðandi síðustu færslu ...

Til að koma í veg fyrir misskilning þá vil ég taka fram að ég er hlynnt tölvunotkun barna, ef það er undir eftirliti foreldra og það sem þau fást við er uppbyggilegt og þroskandi. Spurningin mín snerist frekar um það hvort fjögurra ára börn ættu að stunda þetta í herberginu sínu.

Þar til næst ...

5. desember 2006

Framtíðin???

Er þetta framtíðin? Fjögurra ára guttar í tölvuleik í herberginu sínu? Þegar ég kom heim í gær var þetta staðan. Mér fannst þetta pínu fyndið, en um leið ekki óskastaða. Er ég skrítin?