... eftir góða ferð á suðvesturhornið.
Byrjuðum í Reykjavíkinni, eyddum lengstum tíma á tannlæknadeild Háskólans þar sem Kristjana var sett í tannréttingaprógram. Hún sjálf hæstánægð með það enda opnar hún varla munninn þessi elska svo ekki sjáist í skökku tennurnar. Eins og hún er nú sæt eins og hún er. En þetta gengur vonandi vel og lætur henni líða betur í sálinni.
Helginni var svo eytt í Vatnaskógi, áttum þar frábæra helgi með vinum úr kirkjunni. Bjartur mætti á laugardagsmorgninum, undir amerískum áhrifum, í skjannahvítum Nike skóm, eldri dótturinni til mikillar armæðu ... hehe.
Annars bara allt gott, meira síðar.