28. október 2006

Flottur

Lofaði víst myndum af guttanum bólóttum.
Hann fór vel út úr þessu og fékk ekki margar bólur
en finnst þær ljótar og ekki góðar fyrir fjögurra ára stráka.

23. október 2006

Myndarlegur


Þessi verður einhvern tíma góður í heimilisstörfunum.

22. október 2006

Bólan mætt

Já, bólan hefur stungið sér niður hér á bæ og er það vel. Síðasta heimsókn hennar á þetta heimili. Drengurinn er ekki ánægður með bóluna og vill ekkert hafa svoleiðis á sér. Ég smelli inn mynd þegar hann er fullsprunginn út.

20. október 2006

Netfang

Jæja, ég smellti netfanginu mínu inn í "prófílinn" minn. Þannig að nú getur þú, Dísa mín, bara skoðað "prófílinn" og þar áttu að geta smellt á "ímeil" og sent mér póst. Þið hin megið alveg líka senda mér póst sko ef ykkur langar.

Annars er bara allt gott af okkur hér. Nóg að gera í kennslunni, bæði barna og fullorðins. Allt voða gaman. En akkúrat núna finnst mér skemmtilegast að það sé komið helgarfrí. Ætla að nota það í afslöppun og eitthvað skemmtilegt.

Hjalti bró mætti á svæðið í gær. Frábært að fá karlinn í heimsókn. Góð tilbreyting fyrir húsbóndann á bænum.

Endilega mætið fleiri!

16. október 2006

Hugs, hugs ...

Ég veit að þetta er orðið þreytandi, alltaf með sögur af syninum. En stundum skil ég bara ekkert í því hvað veltur upp úr honum.

Nú rétt í þessu átti hann að vera að hátta sig og gekk eitthvað hægt. Hann var kominn úr buxum og bol en sokkabuxurnar dvöldu heldur lengi á peyjanum. Ég var búin að biðja hann nokkrum sinnum að halda áfram en þegar ekkert gekk þá hækkaði ég róminn lítillega og sagði: "Drífðu þig nú úr sokkabuxunum, drengur!"
Ég hafði vart sleppt orðinu þegar sá stutti horfði í augun á mér og sagði: "Það jafnast ekkert á við brauð!"

Hvad skal man gjore?

15. október 2006

Húsmæðraorlof

Átti hreint frábæra helgi norður á Akureyri um helgina. Þar dvöldum við Íris í bústað í Kjarnaskógi frá föstudagskvöldi og þar til rúmlega hádegi í dag. Prjónuðum, horfðum á "stelpumyndir", borðuðum ekki mikið, kjöftuðum, fórum tvisvar í Jólagarðinn og nutum þess að vera bara í rólegheitunum. Á myndinni má sjá hluta af varningnum sem við náðum okkur í fyrir jólin. Við erum ákveðnar í að gera þetta að hefð, hversu oft er ekki komið á hreint, Íris stakk upp á einu sinni í mánuði ...

8. október 2006

Litli prófessorinn

Hann er snillingur þessi drengur sem ég á!

Nú liggur hann inni í rúmi og á að vera sofnaður, í staðinn syngur hann hástöfum og hefur greinilega verið að læra A, b, c, d ... í leikskólanum. Textinn er eitthvað á reiki, en þegar ég fór að leggja við hlustir hljómaði þetta einhvern veginn svona:

„l, m, l, m, l, m, l"

og svo

„e, d, e, d, e, d, e"

sem varð að

„Ed og Edda, Edda og Ed"

og svo

„Ed og Edda og Edda og Kent

Ke-ent talar e-ensku

Enska er ekki flo-ott rödd

Íslenska er bara flo-ott rödd!"

Segið svo að börn séu með ekki skemmtileg innlegg!!!

5. október 2006

Hraði

Svakalegur hraði er á nútímanum! Vikan rétt nýbyrjuð en samt að verða búin!!! Hvernig er þetta hægt? Það hlýtur að vera gaman að vera til fyrst þetta flýgur svona áfram.

3. október 2006

Komin heim ...

... eftir góða ferð á suðvesturhornið.
Byrjuðum í Reykjavíkinni, eyddum lengstum tíma á tannlæknadeild Háskólans þar sem Kristjana var sett í tannréttingaprógram. Hún sjálf hæstánægð með það enda opnar hún varla munninn þessi elska svo ekki sjáist í skökku tennurnar. Eins og hún er nú sæt eins og hún er. En þetta gengur vonandi vel og lætur henni líða betur í sálinni.
Helginni var svo eytt í Vatnaskógi, áttum þar frábæra helgi með vinum úr kirkjunni. Bjartur mætti á laugardagsmorgninum, undir amerískum áhrifum, í skjannahvítum Nike skóm, eldri dótturinni til mikillar armæðu ... hehe.
Annars bara allt gott, meira síðar.