Ætla að leggja í hann á morgun áleiðis til Reykjavíkur með börnin. Keyri seinnipartinn til Hafnar í Hornafirði og gistum hjá móðursystur minni og hittum ömmu og afa líka. Hlakka til að hitta fjölskylduna. Höldum svo áfram til höfuðborgarinnar á fimmtudag. Stelpurnar fara svo í tannréttingar á föstudag og svo er ferðinni heitið í Vatnaskóg um helgina. Bjartur kemur svo til landsins á laugardagsmorguninn og kemur til okkar í Vatnaskóg. Mikið verður gaman að sameinast aftur.
Læt heyra frá mér aftur eftir helgina.
23. september 2006
Áhugamál
Mér finnst gaman að púsla og get setið nánast endalaust við þá iðju. Um síðustu helgi púslaði ég eitt púsl sem mér áskotnaðist í sumar og við lá að ég svæfi ekkert þá helgi. En það slapp fyrir horn. Púslið kláraði ég svo í vikunni og brutust út fagnaðarlæti mikil hér á heimilinu.
Ég ætla ekki að púsla þessa helgina, frekar sofa mikið.
20. september 2006
18. september 2006
16. september 2006
Grasekkja
Skilaði karlinum af mér í flug í morgun, stefnan hjá honum er sett á stóra landið í westri. Ég á von á því að hann eigi góðan tíma þar með systur sinni og hennar family.
Við hin reynum að eiga góðan tíma hér saman, í sátt og samlyndi en erum strax farin að hlakka til að fá þann gamla heim aftur. Hittum hann í Vatnaskógi um mánaðamótin.
Annars ekkert ...
Við hin reynum að eiga góðan tíma hér saman, í sátt og samlyndi en erum strax farin að hlakka til að fá þann gamla heim aftur. Hittum hann í Vatnaskógi um mánaðamótin.
Annars ekkert ...
12. september 2006
Ný vinna
Var að koma heim úr nýju vinnunni minni. Lét gabba mig út í að kenna útlendingum íslensku. Ótrúlega skemmtilegt en ég er eins og undin tuska. Kvöldið fór í að endurtaka dálítið oft;
"Ég heiti Álfheiður, hvað heitir þú?"
"Ég er frá Íslandi, hvaðan ert þú?"
Bara skemmtilegt og ég hlakka til fimmtudagskvöldsins.
"Ég heiti Álfheiður, hvað heitir þú?"
"Ég er frá Íslandi, hvaðan ert þú?"
Bara skemmtilegt og ég hlakka til fimmtudagskvöldsins.
7. september 2006
4. september 2006
Svo sem ekkert merkilegt
Skemmtilegur dagur í skólanum dag. Krakkarnir í góðum gír og verkefni dagsins heppnaðist vel. Þá er gaman.
Bókaði flug til Ameríkunnar fyrir húsbóndann um miðjan mánuðinn. Sagði honum að það væri afmælisgjöfin í ár.
Skrepp sjálf til höfuðborgarinnar um helgina með miðlunginn með mér.
Bókaði flug til Ameríkunnar fyrir húsbóndann um miðjan mánuðinn. Sagði honum að það væri afmælisgjöfin í ár.
Skrepp sjálf til höfuðborgarinnar um helgina með miðlunginn með mér.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)


