31. ágúst 2006

Púff

Eins gott að þessi vika er að líða undir lok. Ákaflega erfið vinnulega séð, hvert áfallið á fætur öðru dynur á . Vonast til að eiga góða og rólega helgi með fjölskyldunni og að þessi skrítna skólabyrjun fari að taka nýja stefnu.

28. ágúst 2006

Í berjamó

Við Katrín skelltum okkur í smá berjatínslu í gærmorgun. Drifum okkur inn í Hallormsstað og tíndum nokkur hrútaber. Áttum yndislega stund í rennblautum skóginum. Búnar að gera hlaup.






24. ágúst 2006

Skólasetning

Já, hún var í morgun, blessuð skólasetningin. Þar með er allt að detta í rútínu. Það verður gott. Eins og það er nú gott að vera í fríi þá er einhvern veginn líka gott þegar allt fer aftur í röð og reglu.

Stelpurnar býsna spenntar að byrja í skólanum. Maður man nú hvernig tilfinningin var að hausti hér í "den tíð". Gaman að upplifa þetta núna með afkvæmunum.

Meira síðar ...

22. ágúst 2006

Löt við bloggið

Ekkert skrifað í heila viku. Sjáum til hvort bragarbót verður gerð á því.

Gott ættarmót í Hörgslandi um sl. helgi. Móðurfjölskyldan mín hittist þar og gerði sér ákaflega glaðan dag. Alltaf gaman að hitta þessa skemmtilegu fjölskyldu. Stefnan sett á annað mót að ári. Ættfaðirinn og ættmóðirin orðin gömul og ákveðið að hittast aftur svo fljótt svo líkurnar séu meiri á að þau geti tekið þátt aftur þá. Bara skemmtilegt.

Vinnan býsna skemmtileg, spennt að hitta börnin á fimmtudag og byrja svo af krafti á föstudag.

Bókuðum sumarhús í Hollandi í tvær vikur í júní nk. Spenningur yfir því á heimilinu.

15. ágúst 2006

Fríið búið

Þá er fyrsti vinnudagur nýs skólaárs á enda. Sat á námskeiði í dag um einstaklingsmiðun í námi og það var bara býsna áhugavert, enda málefni sem ég er að reyna að temja mér æ betur í minni kennslu, þ.e. að koma til móts við hvern nemanda eins vel og mér er unnt. Ýmsir fróðir menn (og konur) töluðu í dag og alltaf getur maður lært eitthvað nýtt. Vonandi tekst mér að framkvæma eitthvað af þessum góðu punktum og bæta þannig mína kennslu.

Hlakka til morgundagsins, þá er dagur tvö og um leið seinni dagur þessa ágæta námskeiðs.

Eins gott og það nú er að vera í sumarfríi þá er eitthvað við það að byrja að hausti. Eins gott kannski, ef svo væri ekki þá ætti maður sennilega að fara að hugsa sér til hreyfings. Ég geri það sem sé ekki, a.m.k. ekki í bili.

14. ágúst 2006

Nýjar myndir frá útilegu

13. ágúst 2006

Ó já!

Sú fyrsta sem springur út í garðinum.
Er hún ekki falleg?

12. ágúst 2006

Stór strákur

Jæja, þá er drengurinn orðinn fjögurra ára ... ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. En hann er nú strax farinn að hlakka til að verða fimm!!!!

Annars hefur ýmislegt gerst síðan síðast, búin að fara í dagsferð til Akureyrar, fara á verslunarmannahelgarmót á Eyjólfsstöðum og fara í útilegu á Kirkjubæjarklaustur. Meira af því öllu síðar.

Eru kannski allir hættir að lesa þetta nema Svanfríður???

2. ágúst 2006

Gullkorn

"Guð er inn í´ann!!"