
... til að gera svo margt skemmtilegt. Sem dæmi má nefna að vaða í íslenskum ám og lækjar-sprænum. Það er eitt af því sem dætur mínar elska út af lífinu og gætu gleymt sér við heilu dagana. Og best er ef maður blotnar vel við þessa iðju.
Annars hafa síðustu dagar farið mest í garðvinnu, loksins erum við hjónakornin búin að útbúa blómabeð ... það fyrsta ... kannski og vonandi ekki það síðasta, setja niður rifs- og sólberjarunna og svo smíðaði karlinn kassa utan um jarðarberjaplönturnar sem mér áskotnuðust frá ágætri nágrannakonu. Ekki má svo gleyma snúrustaurnum sem komst niður ekki alls fyrir löngu. Frúin hengir í gríð og erg út á snúru og nýtur þess í botn. Það er bara snilld að vesenast þetta.



