24. júní 2006

Klukk

Var klukkuð af Helgunni í bakgarðinum.

Hvaða bók hefur haft mestu áhrif á þig?

Verð að segja Biblían.

Hvers konar bækur lestu helst?

Skemmtilegt að lesa íslenskar heimildaskáldsögur og sakamálasögur. Les þó stundum eitthvað uppbyggilegt og gott en geri sennilega of lítið af því.

Hvaða bók lastu síðast?

Var að ljúka við Vetrarborgina eftir Arnald Indriðason og fannst hún alveg ágætis lesning.

Klukka hér með Védísi systur mína og Heiðdísi frænku.

20. júní 2006

Höfuðborgin ...

... heillar ekki sem slík, en þó eigum við góðan tíma hér. Hittum góða vini og skemmtum okkur með þeim og líka án þeirra.
17. júní var fagnað í miðbæ Reykjavíkur með candy-floss, gasblöðrum og öðru tilheyrandi. Börnin nutu sín í botn og ég bara svolítið líka.
Afmælisveisla hjá Lilju Rós prinsessu, gaman að geta tekið þátt í fagnaðarlátum fjölskyldunnar.
Stefnan sett í Skorradal nú á eftir, heimsókn til góðrar vinkonu sem þar býr.

14. júní 2006

Allt á fullu



Já hér hefur verið mikið um að vera. Fjölskylduvika í gangi á Eyjólfsstöðum og við höfum tekið þátt í henni svona eins og hægt er, þ.e.a.s. ég og börnin. Karlinn að sjálfsögðu að vinna. Árni Jökull hitti góða vinkonu sína, hana Margréti Maríu og þau eru búin að eiga góðan tíma saman.

Annars hefur dagurinn farið í að pakka niður fyrir tveggja vikna ferðalag til höfuðborgarinnar. Ætla að drífa mig með skrílinn og eiga góðan tíma með þeim. Kannski við skellum okkur aðeins vestur í Húsabæ á tímabilinu, sjáum til, fer allavega með lykilinn með.

Læt kannski heyra í mér ef ég kemst einhvers staðar í tölvu. Er það nú ekki frekar líklegt?

Hafið það gott í bili og verið góð hvert við annað ...

11. júní 2006

Friður

Ég er alein heima. Það gerist ekki voða oft. Dömurnar á Eyjólfsstöðum og feðgarnir í sundi. Ég nýt einverunnar í botn. Er samt að hugsa um að fara og fá mér ís. Gæti verið gott fyrir mig.

10. júní 2006

Það passaði til ...

... þegar við vorum búin að reisa þá kom rigning.

9. júní 2006

Sumarfrí

Já, langþráð sumarfrí er runnið upp og nú er bara að slappa af og kannski eitthvað meira.
Tjaldvagninn kominn í hlaðið og ég bíð spennt eftir karlinum til að hjálpa mér að tjalda.
Annars er ekkert að frétta, allir nokkuð kátir bara.

Lýk þessu með speki frá syninum:
- Þú ert austfirskur Árni Jökull.
- Nei ég er sko enginn fiskur!!!

og þar hafið þið það.

7. júní 2006

Farin ...



... í Hornafjörðinn fagra.

4. júní 2006

Sól, sól ...

Veðurblíðan heldur áfram, dömurnar skelltu sér í úðarann og skríktu mikið og hlógu. Karlinn býsna duglegur í garðinum í dag og hrýtur þessa stundina í hvíldarstólnum sínum. Ég náði að pota kartöflunum niður ... loksins. Sjáum til hvort við náum einhverri uppskeru í haust.

3. júní 2006

Heimsókn

Íris og Aníta Sif eru í heimsókn hjá okkur og við áttum skemmti- legan dag í dag í frábæru veðri. Fórum á Reyðarfjörð og versluðum aðeins (við Íris verslum alltaf eitthvað ef við erum saman) og svo á Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð. Heimsóttum gamla konu þar og fórum svo og skoðuðum steinasafn Petru. Dásamlegur staður það. Í kvöld er það svo dvd og prjónarnir.

1. júní 2006

Tendrum ljós ...

... í minningu góðrar ömmu.