Í dag var vorhátíð leikskólans haldin og sáu börnin um skemmtiatriði. Guttinn söng krummalög og íklæddist "krummalegum" fötum eins og hann sagði. Hann var skemmtilegur á sviðinu, hljóðneminn var rétt fyrir framan hann og hann sagði hátt og snjallt svo allir heyrðu að mamma hans væri þarna og hún héti Álfheiður Ingólfsdóttir! Stórkostleg þessi börn.
31. maí 2006
Vorhátíð
Í dag var vorhátíð leikskólans haldin og sáu börnin um skemmtiatriði. Guttinn söng krummalög og íklæddist "krummalegum" fötum eins og hann sagði. Hann var skemmtilegur á sviðinu, hljóðneminn var rétt fyrir framan hann og hann sagði hátt og snjallt svo allir heyrðu að mamma hans væri þarna og hún héti Álfheiður Ingólfsdóttir! Stórkostleg þessi börn.
28. maí 2006
Sköpunin
Fór á tónleika í dag og hlustaði á Sköpunina eftir Haydn. Fimm einsöngvarar ásamt hljómsveit og 100 manna kór. Ótrúlega magnaður flutningur og ég varð eitthvað svo upptendruð.
Fór á samkomu í Eyjólfsstaði og átti þar góða stund með góðu fólki.
Gleðin kom aftur.
Fór á samkomu í Eyjólfsstaði og átti þar góða stund með góðu fólki.
Gleðin kom aftur.
27. maí 2006
Held það sé komið
Þrír ágætir dagar í röð, liðið úti næstum fram á nótt og guttinn farinn að hjóla bara af þó nokkrum krafti.
Mikið búið að borða þessa helgina, saumó í gær, afgangar úr saumó í dag, grill með mö+pa í kvöld, amerískar pönnsur í fyrramálið. Þetta er sennilega ekki gott afspurnar. Þið látið þetta ekki fara lengra.
Styttist í sumarfrí .... ferfalt húrra fyrir því!!!
Mikið búið að borða þessa helgina, saumó í gær, afgangar úr saumó í dag, grill með mö+pa í kvöld, amerískar pönnsur í fyrramálið. Þetta er sennilega ekki gott afspurnar. Þið látið þetta ekki fara lengra.
Styttist í sumarfrí .... ferfalt húrra fyrir því!!!
25. maí 2006
Er það komið?
Góður dagur, hægt að vera úti án þess að vera í kuldagalla. Drengurinn æfði hjólreiðar stíft í dag og er þetta nú allt að koma hjá honum. Flettum grasi af einu horni garðsins og ætlum að pota nokkrum kartöflum þar niður um helgina.
Og btw ... hver verður nr. 800???
Og btw ... hver verður nr. 800???
23. maí 2006
Andleysi ...
... ræður ríkjum þessa dagana og er þá sama um hvað er verið að tala, vinnuna, uppeldið, bloggið og bara allt. Þetta hlýtur þó að koma um leið og fer að hlýna (það hlýtur að gera það á endanum). Próf standa yfir hjá dömunum og þær læra eins og þær fái greitt fyrir það. Duglegar stúlkur.
20. maí 2006
19. maí 2006
18. maí 2006
17. maí 2006
Vorið vonandi að koma
Já, það er aðeins að hlýna. Vonandi er þetta allt að koma og ekki fleiri kaldir dagar í vændum fyrr en bara í haust. Sjáum til. Við búum jú á Íslandi þar sem allt getur gerst.
Styttist í skólalok, eftir þrjár vikur verð ég komin í sumarfrí. Ótrúlega lítið eftir en samt svo margt sem er eftir. Þetta klárast nú allt og allir fara kátir út í sumarið.
Frumburðurinn verður 11 ára á morgun. Framundan því afmælishöld með tilheyrandi stússi.
Svo horfum við að sjálfsögðu á Eurovision annað kvöld. Höldum ekki með vorri þjóð þetta árið.
Styttist í skólalok, eftir þrjár vikur verð ég komin í sumarfrí. Ótrúlega lítið eftir en samt svo margt sem er eftir. Þetta klárast nú allt og allir fara kátir út í sumarið.
Frumburðurinn verður 11 ára á morgun. Framundan því afmælishöld með tilheyrandi stússi.
Svo horfum við að sjálfsögðu á Eurovision annað kvöld. Höldum ekki með vorri þjóð þetta árið.
14. maí 2006
Heimsókn

Fékk góða heimsókn um helgina, þrjár fyrrum samstarfs- konur úr Grafar- voginum komu austur og áttum við sérlega góðan tíma saman. Tvær þeirra höfðu ekki komið hér áður og þvældumst við eitthvað um næsta nágrenni, fórum út að borða og spjölluðum um heima og geima. Myndin er tekin í útikennslustofu Hallormsstaðaskóla.
12. maí 2006
8. maí 2006
5. maí 2006
Vinnuhjal
Það var svo gaman í skólanum í morgun. Fyrsta allsherjaræfing hjá 1. og 2. bekkjum fyrir árshátíð skólans. Þau stóðu sig eins og hetjur. Ótrúlega dugleg. Einsöngur og samsöngur, leikræn tjáning og myndlist. Allt í bland. Hlakka til 19. maí.
2. maí 2006
Fuglafræðingur
Drengurinn er nú alveg milljón! Ég má til að segja bara eina litla sögu.
Í gær vorum við að keyra suður í Hornafjörð og fórum fjarðaleiðina suðureftir. Í Fáskrúðsfirðinum gellur allt í einu í þeim stutta: "Þarna er mörgæs!" Við foreldrarnir sprungum úr hlátri og hlógum mikið og lengi að fáfræði drengsins og vanþekkingu hans á fuglum.
Þegar komið var til Hafnar heimsóttum við langömmu og langafa drengsins og sögðum þeim að sjálfsögðu frá þessari skemmtilegu athugasemd. Þá heyrist í guttanum: "Ég sagði MÖRG GÆS!"
Ég er steinhætt að hlæja að fáfræði drengsins og lít bara í eigin barm.
Í gær vorum við að keyra suður í Hornafjörð og fórum fjarðaleiðina suðureftir. Í Fáskrúðsfirðinum gellur allt í einu í þeim stutta: "Þarna er mörgæs!" Við foreldrarnir sprungum úr hlátri og hlógum mikið og lengi að fáfræði drengsins og vanþekkingu hans á fuglum.
Þegar komið var til Hafnar heimsóttum við langömmu og langafa drengsins og sögðum þeim að sjálfsögðu frá þessari skemmtilegu athugasemd. Þá heyrist í guttanum: "Ég sagði MÖRG GÆS!"
Ég er steinhætt að hlæja að fáfræði drengsins og lít bara í eigin barm.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)



