Þvílíkt veður í dag. 17 stiga hiti og sól. Eins og um mitt sumar. Alveg frábært að fá svona dag.
Drengurinn æfði sig aðeins að hjóla, en mikið svakalega er hann latur þessi elska. Ég þarf greinilega að herða hann aðeins og ýta undir dugnaðinn og eljuna. Þetta gengur ekki svona.
Saumó í kvöld og vonandi eitthvað gott að borða. Gengur þetta ekki út á það? Allavega meðal annars.
28. apríl 2006
27. apríl 2006
Vorveður, heimsóknir o.fl.
Ótrúlegur fjöldi fólks sem sækir mig heim hér í bloggheimum. Ég furða mig á því um leið og ég gleðst yfir því.
Veðrið indælt í dag, hlýnaði eftir því sem leið á daginn og spáin lofar góðu fyrir morgundaginn. Maður lifnar allur að innanverðu þegar svona er.
Heilsa karlsins að hrynja eina ferðina enn. Ekki gott. Rannsóknir framundan.
Frumburðurinn fór á snjóbretti í morgun með skólafélögunum. Það var kát stúlka sem kom heim upp úr hádegi í dag. Spurning um að útvega dömunni bretti og kannski mér skíði einhvern tíma í fremtiden. Nei, það er kannski ekki ráðlegt, maður gæti brotnað eða eitthvað...
Veðrið indælt í dag, hlýnaði eftir því sem leið á daginn og spáin lofar góðu fyrir morgundaginn. Maður lifnar allur að innanverðu þegar svona er.
Heilsa karlsins að hrynja eina ferðina enn. Ekki gott. Rannsóknir framundan.
Frumburðurinn fór á snjóbretti í morgun með skólafélögunum. Það var kát stúlka sem kom heim upp úr hádegi í dag. Spurning um að útvega dömunni bretti og kannski mér skíði einhvern tíma í fremtiden. Nei, það er kannski ekki ráðlegt, maður gæti brotnað eða eitthvað...
23. apríl 2006
Mennt er máttur
Átti góða ferð til Akureyrar. Lögðum af stað þrjár kennslukonur saman á föstudagsmorguninn og keyrðum sem leið lá til höfuðstaðar Norðurlands. Þar lærðum við ýmislegt nýtt og gamalt um skólastarf og hafði ég gott og gaman af. Skelltum okkur í leikhús á föstudagskveldið eftir góða máltíð á Greifanum og sáum Litlu hryllingsbúðina. Skemmti mér ágætlega þar. Gistum á "kántrý-hóteli" og svaf ég vel. Héldum áfram á ráðstefnu á laugardeginum og lærðum meira nýtt og gamalt. Keyrðum svo heim í allt öðru en blíðskaparveðri, hundleiðinlegt, hvasst, blint og á köflum sá maður ekki á milli stika. Vorum heldur litlar í okkur og leið ekki sérlega vel. En við lögðumst allar á eitt og studdum hvor aðra í gegnum ósköpin. Helga leysti mig af í akstrinum um stund og það var snilld. Heim komumst við að lokum og mér leið eins og hetju, enda stóðum við okkur hetjulega.
Niðurstaða ferðarinnar:
- Góð ráðstefna
- Skemmtileg leiksýning
- Erfið heimferð
Niðurstaða ferðarinnar:
- Góð ráðstefna
- Skemmtileg leiksýning
- Erfið heimferð
19. apríl 2006
Síðasti vetrardagur
Já, sumardagurinn fyrsti er á morgun. Tíminn líður aldeilis hratt. Vonandi fer bara að vora hér hjá okkur, snjórinn að fara og allt að lifna. Maður er nú farinn að vakna við fuglasöng og það er nú alltaf vorboði.
Langur vinnudagur í dag, frí á morgun og svo skal haldið til Akureyrar snemma á föstudagsmorguninn, til að læra að verða betri og faglegri kennslukona sem getur komið til móts við alla nemendur, á þeirra sjálfra forsendum. Það er ákaflega spennandi verkefni sem maður getur vonandi tekist á við og skilað sæmilega til litlu skinnanna sem sitja uppi með mig sem kennara.
Langur vinnudagur í dag, frí á morgun og svo skal haldið til Akureyrar snemma á föstudagsmorguninn, til að læra að verða betri og faglegri kennslukona sem getur komið til móts við alla nemendur, á þeirra sjálfra forsendum. Það er ákaflega spennandi verkefni sem maður getur vonandi tekist á við og skilað sæmilega til litlu skinnanna sem sitja uppi með mig sem kennara.
17. apríl 2006
Páskar
14. apríl 2006
Nei, nei ...
... ég skal bara ekki biðja aftur um athugasemdir. Það virkar greinilega ekki vel á ykkur.
En hvað um það. Góðir gestir litu hér við í dag, Edda og Kent á svæðinu og létu sig ekki vanta í smá innlit. Það er svo gaman að fá skemmtilega gesti. Kent og Bjartur drifu sig svo í bíltúr og skoðuðu Kárahnjúka en við Edda fórum í smá gönguferð um bæinn.
Leit svo til Fanneyjar seinnipartinn. Allir kátir þar á bæ. Árni Jökull og Salómon léku sér saman en ég sat og dáðist að nýjasta eintakinu þeirra, Davíð Pálma. Það er nú meira hvað drengurinn er fallegur. Reyndar eru flest, ef ekki öll lítil börn falleg.
En hvað um það. Góðir gestir litu hér við í dag, Edda og Kent á svæðinu og létu sig ekki vanta í smá innlit. Það er svo gaman að fá skemmtilega gesti. Kent og Bjartur drifu sig svo í bíltúr og skoðuðu Kárahnjúka en við Edda fórum í smá gönguferð um bæinn.
Leit svo til Fanneyjar seinnipartinn. Allir kátir þar á bæ. Árni Jökull og Salómon léku sér saman en ég sat og dáðist að nýjasta eintakinu þeirra, Davíð Pálma. Það er nú meira hvað drengurinn er fallegur. Reyndar eru flest, ef ekki öll lítil börn falleg.
13. apríl 2006
Heimsóknir
12. apríl 2006
Letidagar
10. apríl 2006
Vor í lofti
7. apríl 2006
Einmana ... eða ekki
6. apríl 2006
Fjölgun og fækkun
Já, fjölgun að því leyti að lítill drengur leit dagsins ljós í morgun hjá F+F. Ótrúlega fallegur. Fæddist hér á Egilsstöðum sökum ófærðar. Var að koma frá því að berja hann augum. Mæðginunum heilsast vel.
Fækkun að því leyti að karlinn og frumburðurinn fóru til höfuðborgarinnar nú fyrr í kvöld. Tannréttingatékk í fyrramálið og ferming hjá Árna frænda á laugardaginn. Þau koma aftur heim á pálmasunnudag.
Fækkun að því leyti að karlinn og frumburðurinn fóru til höfuðborgarinnar nú fyrr í kvöld. Tannréttingatékk í fyrramálið og ferming hjá Árna frænda á laugardaginn. Þau koma aftur heim á pálmasunnudag.
5. apríl 2006
Lestur er bestur
4. apríl 2006
Aprílgabb ...
Það er verið að væna mann um lygar hér á síðunni ... en svo er nú ekki. Bílskúrinn er fínn sem aldrei fyrr Kristjana Helga og ef þu trúir mér ekki, þá verður þú bara að hunskast hingað austur í eftirlitsferð. Vertu bara velkomin góða!
Annars er lítið að frétta, fór út að borða með vinkonum í gær, ein þeirra á leið í hnapphelduna og "útaðborðað" í tilefni þess. Voða gaman að hittast svona nokkrar stelpur, borða gómsætan mat og spjalla eins og stelpum einum er lagið.
Annars er lítið að frétta, fór út að borða með vinkonum í gær, ein þeirra á leið í hnapphelduna og "útaðborðað" í tilefni þess. Voða gaman að hittast svona nokkrar stelpur, borða gómsætan mat og spjalla eins og stelpum einum er lagið.
1. apríl 2006
Tiltekt ...
... í bílskúrnum í dag. Vorum voða dugleg hjónin og kláruðum svona það allra mesta. Nú er bara eftir að henda smá rusli, hengja upp nokkra snaga, skipta um vask, setja upp alvöru ljós og svo náttúrulega flísaleggja. Það kemur síðar.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)





Þetta er yndisleg sjón. Stóra systir að lesa fyrir litla bróður og hann elskar það út af lífinu. Það er gott að eiga systkini. 