
Já, hann er vinsæll snjórinn. Kristjana og fleiri krakkar í götunni eru á fullu þessa dagana að grafa holur og göng í snjó(ruðnings)skafl sem er hér úti við bílastæðið okkar. Ótrúlega skemmtilegt. Og í dag fór guttinn í skoðunarferð og undi sér vel í holunni. Spjallaði heilmikið við stóru strákana en það endaði nú með því að þeir fengu nóg og fóru heim. Þeim hefur sennilega ekki fundist félagsskapurinn góður ...



