... til sigurs! Er það ekki?
Drengurinn virðist loksins vera að koma aðeins til. Hann er búinn að vera óhemju slappur og bara erfitt að horfa upp á þetta grey þjást svona. Baugar lengst niður á kinnar og liggur helst undir sæng. En dugnaðurinn er til staðar líka og hann stendur sig mjög vel. En núna seinnipartinn virðist þetta eitthvað vera að koma, hann er a.m.k. ekki búinn að fá verkjalyf síðan í morgun en er samt í hálf-fullu fjöri. Svona í áttina að því að líkjast sjálfum sér.
Það er erfitt að horfa upp á börnin sín svona slöpp.
26. febrúar 2006
24. febrúar 2006
23. febrúar 2006
Komst í netsamband
Jæja, þetta gekk allt vel og við erum komin "heim" í íbúðina sem við tókum á leigu. Árni Jökull er nokkuð kátur, er að horfa á vini sína Birtu og Bárð en vill helst borða kex, gulrót eða epli. Allt eitthvað sem er ekki og verður ekki í boði næstu vikuna. Svona er bara lífið.
Læt heyra frá mér þegar heim verður komið á morgun.
Læt heyra frá mér þegar heim verður komið á morgun.
22. febrúar 2006
20. febrúar 2006
Ég er dugleg!!!
Gengur maður ekki fyrir hrósi? Líka hrósi frá sjálfum sér? Ég held það.
En annars gengur montið út á að ég tók bílskúrinn í gegn í gær, fór í gegnum alla kassa sem þar voru, henti helling og flokkaði rest í nýja kassa. Dagurinn í dag fór svo í geymsluna, henda, flokka, raða ...
Endalaus dugnaður.
Í dag, þegar ég var svo búin að losa mig við allt draslið upp á sorpstöð, þá leið mér eitthvað svo vel í hjartanu. Eins og ég hefði gengið í gegnum meiriháttar hreinsun og þungu fargi af mér létt. Kannski var þetta bara táknrænt líka, nýtt skeið hafið hjá mér, byrjum upp á nýtt.
Var þetta háfleygt? Of háfleygt fyrir þig Védís???
En annars gengur montið út á að ég tók bílskúrinn í gegn í gær, fór í gegnum alla kassa sem þar voru, henti helling og flokkaði rest í nýja kassa. Dagurinn í dag fór svo í geymsluna, henda, flokka, raða ...
Endalaus dugnaður.
Í dag, þegar ég var svo búin að losa mig við allt draslið upp á sorpstöð, þá leið mér eitthvað svo vel í hjartanu. Eins og ég hefði gengið í gegnum meiriháttar hreinsun og þungu fargi af mér létt. Kannski var þetta bara táknrænt líka, nýtt skeið hafið hjá mér, byrjum upp á nýtt.
Var þetta háfleygt? Of háfleygt fyrir þig Védís???
17. febrúar 2006
Vetrarfrí
Jæja, nú er maður kominn í vetrarfrí og þarf ekki að mæta í vinnu fyrr en á þriðjudag. Alltaf gott að fá aukadag til að eyða með fjölskyldunni sinni.
Fengum góðan gest til okkar nú í kvöld. Aníta Sif, vinkona og jafnaldra Kristjönu kom með flugi og ætlar að vera hjá okkur fram á mánudag. Vinkonurnar voru ánægðar að hittast þó strax sé farið að örla aðeins á "mömmusöknuði" hjá þeirri stuttu. Við vonum nú samt að hún njóti dvalarinnar og þær geti nýtt tímann sinn sem best saman.
Læt fylgja með mynd af guttanum uppáklæddum.
Fengum góðan gest til okkar nú í kvöld. Aníta Sif, vinkona og jafnaldra Kristjönu kom með flugi og ætlar að vera hjá okkur fram á mánudag. Vinkonurnar voru ánægðar að hittast þó strax sé farið að örla aðeins á "mömmusöknuði" hjá þeirri stuttu. Við vonum nú samt að hún njóti dvalarinnar og þær geti nýtt tímann sinn sem best saman.
Læt fylgja með mynd af guttanum uppáklæddum.
15. febrúar 2006
Spiderman ...
... er vinsæl persóna hér á bæ. Drengnum áskotnaðist búningur í gær og hefur verið íklæddur honum meira og minna síðan. Í dag kom svo vinur hans og jafnaldri færandi hendi og gaf honum Spiderman úr. Eins og drengurinn hafi ekki þurft á úri að halda, löngu búinn að læra á klukku. En vissulega sló þetta heldur betur í gegn og þeir félagar hlupu hér um glaðir og kátir, skreyttir Spiderman-úrum á vinstri úlnliðum. Langflottastir.
14. febrúar 2006
Sameinuð
Já, karlinn er kominn í hús. Kom heim með hádegisvélinni. Ósköp aumur í handleggnum, sem von er, en að öðru leyti kátur. Auðvitað finnst honum gott að vera kominn heim og okkur hinum finnst nú ekki verra að vera búin að endurheimta hann. Fjölskyldan er gott fyrirbæri.
13. febrúar 2006
Fundadagur = mánudagur
Mikill fundadagur í dag. Fyrst samráðsfundur á Eiðum, eftir kennslu, og svo lá leiðin í Egilsstaðaskóla á kennarafund. Ég kann ekki alveg nógu vel við þetta.
12. febrúar 2006
Át
Innbyrti aðeins of margar hitaeiningar í dag. Ekki það að ég sé eitthvað sérstaklega að telja þær ofan í mig (ætti hins vegar kannski að vera að því). Af hverju borðar maður alltaf allt of mikið? Eigið þið gott ráð (ekki of erfitt) við þessu? Helst töfraráð ... þannig að ég þurfi sem minnst að hafa fyrir hlutunum. Annars verð ég kannski svona ...
11. febrúar 2006
112 dagurinn
Við Árni Jökull fórum í dag með Fanneyju og Salómoni að skoða lögreglubíla, sjúkrabíla og slökkviliðsbíla. Eins og við var að búast vakti þetta heilmikla lukku meðal drengjanna sem nánast töpuðu sér í aðdáun og hrifningu. Árni Jökull átti gott samtal við lögreglumann og spurði hann hvort hann væri ekki örugglega rosa góður. Lögreglumaðurinn jánkaði því og þá fannst Árna Jökli rétt að tjá löggumanninum hrifingu sína á búningnum hans. Flottastir af öllum voru þó slökkviliðsmennirnir, en Árni Jökull ætlar sér að verða slökkviliðsmaður þegar hann verður stór ...
Fórum svo og fengum okkur ís í söluskála KHB. Alltaf bragðast bragðarefurinn nú vel.
Eftir það var haldið heim og drengirnir skrýddust íþróttaálfabúningunum og fóru að horfa á Latabæ (allt í stíl) en við kerlurnar horfðum á "Diary of a mad black woman" og var bæði hlegið og grátið. Nauðsynlegt að hafa allt í bland.
Samkoma á Eyjólfsstöðum í kvöld. Er ekki rétt að drífa sig?
Fórum svo og fengum okkur ís í söluskála KHB. Alltaf bragðast bragðarefurinn nú vel.
Eftir það var haldið heim og drengirnir skrýddust íþróttaálfabúningunum og fóru að horfa á Latabæ (allt í stíl) en við kerlurnar horfðum á "Diary of a mad black woman" og var bæði hlegið og grátið. Nauðsynlegt að hafa allt í bland.
Samkoma á Eyjólfsstöðum í kvöld. Er ekki rétt að drífa sig?
10. febrúar 2006
Föstudagur

Jæja, enn ein vinnuvikan á enda runnin. Ég kann alveg ágætlega við helgarnar, líkar vel að geta eytt tíma í rólegheitunum heima hjá mér, sofið lengur en til sjö og bara gert það sem mig langar til. Samt finnst mér gaman í vinnunni minni. Sennilega þarf hvorttveggja að vera til staðar.
Bjartur enn fyrir sunnan, verð að viðurkenna það að hans er sárt saknað af okkur sem heima erum. En það batnar vonandi fljótlega.
Eyddi góðum tíma í dag með Fanneyju, yndislegri vinkonu og svo fengu guttarnir að hittast og leika sér í gerfum íþróttaálfsins. Mikil gleði yfir því. Það er gott að eiga góða vini.
9. febrúar 2006
Smá áskorun
Heiðdís frænka potaði þessu í átt að mér og ég svara samviskusamlega ...
Fjögur störf sem ég hef unnið:
Kennslukona
Sumarbúðastjóri
Fiskvinnslukona
Deildarstjóri á leikskóla
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Egilsstaðir
Reykajvík
Hafnarfjörður
Höfn í Hornafirði
Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla:
ER
24
CSI
Idol
Fjórir staðir sem ég hef ferðast til:
USA - Baltimore & Philadelphia
Portúgal
Dóminíska lýðveldið
Sardinía
Fjórar vefsíður sem ég skoða daglega:
þessi
mbl.is
egilsstadaskoli.egilsstadir.is
barnaland.is
Fjórar uppáhalds matartegundir:
Nautasteik a´la Bjartur
Sardínur í tómatsósu á brauð
Pizza m/pepperoni, lauk, rjomaosti og svörtum pipar
Nýbakað brauð með osti og jarðarberjasultu
(Þýðir ekki að nefna diet kók því það er ekki matur)
Fjórir geisladiskar sem ég get ekki verið án:
Get sko verið án allra geisladiska, en fjórir uppáhalds eru þessir:
Worship - Michael W. Smith
Stjörnur - Eyfi
Fyrir þig - Sigga Beinteins
Cortes - Garðar Thor Cortes
Þar hafið þið það og svo á ég að tilnefna fjóra sem skulu svara þessu á sínu bloggi.
Mmmmmmm, segjum bara Kiddý, Ásgeir, Helga og Kolbrún (held þau skoði öll þessa síðu)
Fjögur störf sem ég hef unnið:
Kennslukona
Sumarbúðastjóri
Fiskvinnslukona
Deildarstjóri á leikskóla
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Egilsstaðir
Reykajvík
Hafnarfjörður
Höfn í Hornafirði
Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla:
ER
24
CSI
Idol
Fjórir staðir sem ég hef ferðast til:
USA - Baltimore & Philadelphia
Portúgal
Dóminíska lýðveldið
Sardinía
Fjórar vefsíður sem ég skoða daglega:
þessi
mbl.is
egilsstadaskoli.egilsstadir.is
barnaland.is
Fjórar uppáhalds matartegundir:
Nautasteik a´la Bjartur
Sardínur í tómatsósu á brauð
Pizza m/pepperoni, lauk, rjomaosti og svörtum pipar
Nýbakað brauð með osti og jarðarberjasultu
(Þýðir ekki að nefna diet kók því það er ekki matur)
Fjórir geisladiskar sem ég get ekki verið án:
Get sko verið án allra geisladiska, en fjórir uppáhalds eru þessir:
Worship - Michael W. Smith
Stjörnur - Eyfi
Fyrir þig - Sigga Beinteins
Cortes - Garðar Thor Cortes
Þar hafið þið það og svo á ég að tilnefna fjóra sem skulu svara þessu á sínu bloggi.
Mmmmmmm, segjum bara Kiddý, Ásgeir, Helga og Kolbrún (held þau skoði öll þessa síðu)
7. febrúar 2006
Vetur
Ekkert vor hér lengur. Þegar farið var á fætur hér í morgun var allt hvítt yfir að líta og frostið komið í 6 stig. Enda svo sem ekki von á öðru, febrúar bara rétt að byrja. Vona bara að við sleppum við byl og læti. Get alveg sagt með sanni að það er ekki óskastaða grasekkju að þurfa að moka út bíl árla morguns. Húsbóndinn er ágætur til slíkra verka ... og svo sem ýmissa annarra líka ...
6. febrúar 2006
Bóndinn
var í aðgerð í dag, þar sem fjarlægt var smástykki úr beini í öxl og einhver óþarfa vefur sem þar hafði hreiðrað um sig. Hann er sem sé í höfuðstaðnum og verður þar a.m.k. viku í viðbót. Við hin reynum að halda áfram daglega lífinu án karlsins og vonum að honum líði þolanlega.
5. febrúar 2006
Steiktir riddarar og heitt súkkulaði með rjóma ...
... er eitt það besta sem ég get boðið börnunum mínum upp á. Þetta eru þau nú að innbyrða í þessum rituðu orðum og kjamsa vel á þessu og smjatta. Það þarf ekki mikið til að gleðja þessi grey.
Annars er vor í lofti hér í dag og við búin að vera heilmikið úti, fórum aðeins til mö+pa og skoðuðum nýjasta farakostinn þar á bæ. Ótrúlega flottur og mikið hlakka ég til að sjá karl föður minn þeysast um á þessu tryllitæki.
Annars er vor í lofti hér í dag og við búin að vera heilmikið úti, fórum aðeins til mö+pa og skoðuðum nýjasta farakostinn þar á bæ. Ótrúlega flottur og mikið hlakka ég til að sjá karl föður minn þeysast um á þessu tryllitæki.
4. febrúar 2006
Helgarfrí
Þau eru yndisleg þessi helgarfrí ... spurning hvað maður gerir við það í þetta skiptið. Er nú reyndar hálfnuð að setja upp veggljós hjá einkasyninum. Alltaf sama framtakssemin. Kannski maður fari bara hamförum í veggljósauppsetningu í dag. Margt vitlausara í boði held ég.
Svo bíður maður spenntur eftir Eurovision í kvöld. Tekur Silvía Nótt þetta eða hvað? Maður má nú ekki missa af þessari vitleysu allri.
Svo bíður maður spenntur eftir Eurovision í kvöld. Tekur Silvía Nótt þetta eða hvað? Maður má nú ekki missa af þessari vitleysu allri.
3. febrúar 2006
2. febrúar 2006
1. febrúar 2006
Gleði, gleði, gleði ...
Held nú bara að þurrkarinn sé kominn í lag. Bjartur reif hann í tætlur ásamt félaga sínum sem kom hér í mat (allir þjóðnýttir) og fjarlægðu meinið. Spurningin er bara hvort þeir hafi tjaslað honum saman aftur á réttan hátt. Það kemur endanlega í ljós á morgun þegar ég sannreyni þetta. Best að gera sér ekki of miklar væntingar svona strax.
En annars er allt í góðu, brjálað stuð í skólanum. Erum að vinna að smá þemaverkefni með börnunum, leyfa þeim að gera stór myndverk, mála og svoleiðis. Voða gaman en maður er mun þreyttari fyrir vikið. En þetta er vel þess virði. Launin eru 34 ánægð sex ára börn.
Maður er allur í góðverkunum ...
En annars er allt í góðu, brjálað stuð í skólanum. Erum að vinna að smá þemaverkefni með börnunum, leyfa þeim að gera stór myndverk, mála og svoleiðis. Voða gaman en maður er mun þreyttari fyrir vikið. En þetta er vel þess virði. Launin eru 34 ánægð sex ára börn.
Maður er allur í góðverkunum ...
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)