
Hér er fjör akkúrat þessa stundina. Hér eru staddar sjö átta ára stelpur í svokölluðum vinahóp. Þær skemmta sér vel, þurfa að hafa nóg fyrir stafni og hafa hátt. Þær mættu hér í ýmis konar búningum, hér eru nornir, jarðarber, indjáni o.fl. furðuverur. Þær skelltu sér í Twister, fengu sér svo súkkulaði-fondue og eru núna að æfa leikrit í tveimur hópum. Ótrúlega skemmtilegt. Ég hlakka samt til þegar þetta verður búið ... hehe

