30. desember 2006
29. desember 2006
27. desember 2006
21. desember 2006
16. desember 2006
Jæja
Helstu fréttir eru þær að við töldum okkur vera búin að selja húsið, komin með undirritað kauptilboð ... en eitthvað virðist vera að klikka hinumegin. Frekar fúlt, en það hlýtur að koma síðar eitthvað annað og jafnvel betra. Við flytjum allavega ekki fyrir jól.
Helgin fer í tiltekt, skreytingar, sækjum jólatré í skóginn, laufabrauðsgerð og eitthvað fleira skemmtilegt. Hlakka til að takast á við þetta, síst þó tiltektina ...
Tveir vinnudagar + eitt jólaball eftir fram að jólafríi. Jólafrí er dásamleg uppfinning!
Meira síðar ...
9. desember 2006
Varðandi síðustu færslu ...
Þar til næst ...
5. desember 2006
Framtíðin???
29. nóvember 2006
Jæja ...
24. nóvember 2006
22. nóvember 2006
Það er margt skrítið í kýrhausnum
Mikið óskaplega er nú annars leiðinlegt að ligga í pest í marga daga. Bara niðurdrepandi og hundfúlt. Sem betur fer er legan á enda og það var gott að mæta í vinnuna í morgun aftur.
Smelli inn til gamans tveim vísum eftir miðlunginn.
Farðu Dani
þú pirrar mig.
Þú ert jafnleiðinlegur og krani,
farðu að hypja þig.
Jæja Finni
farðu brátt.
Þú ert heimskur pinni,
aldrei verðum við sátt.
(Hún segist ekki vera útlendingahatari!!)
19. nóvember 2006
Þrjúþúsundasti gesturinn?
16. nóvember 2006
13. nóvember 2006
7. nóvember 2006
2. nóvember 2006
Spennandi ...
1. nóvember 2006
Grasekkja
Annars allt gott að frétta og spennandi tímar framundan.
28. október 2006
23. október 2006
22. október 2006
Bólan mætt
20. október 2006
Netfang
Annars er bara allt gott af okkur hér. Nóg að gera í kennslunni, bæði barna og fullorðins. Allt voða gaman. En akkúrat núna finnst mér skemmtilegast að það sé komið helgarfrí. Ætla að nota það í afslöppun og eitthvað skemmtilegt.
Hjalti bró mætti á svæðið í gær. Frábært að fá karlinn í heimsókn. Góð tilbreyting fyrir húsbóndann á bænum.
Endilega mætið fleiri!
16. október 2006
Hugs, hugs ...
Nú rétt í þessu átti hann að vera að hátta sig og gekk eitthvað hægt. Hann var kominn úr buxum og bol en sokkabuxurnar dvöldu heldur lengi á peyjanum. Ég var búin að biðja hann nokkrum sinnum að halda áfram en þegar ekkert gekk þá hækkaði ég róminn lítillega og sagði: "Drífðu þig nú úr sokkabuxunum, drengur!"
Ég hafði vart sleppt orðinu þegar sá stutti horfði í augun á mér og sagði: "Það jafnast ekkert á við brauð!"
Hvad skal man gjore?
15. október 2006
Húsmæðraorlof
8. október 2006
Litli prófessorinn
Nú liggur hann inni í rúmi og á að vera sofnaður, í staðinn syngur hann hástöfum og hefur greinilega verið að læra A, b, c, d ... í leikskólanum. Textinn er eitthvað á reiki, en þegar ég fór að leggja við hlustir hljómaði þetta einhvern veginn svona:
„l, m, l, m, l, m, l"
og svo
„e, d, e, d, e, d, e"
sem varð að
„Ed og Edda, Edda og Ed"
og svo
„Ed og Edda og Edda og Kent
Ke-ent talar e-ensku
Enska er ekki flo-ott rödd
Íslenska er bara flo-ott rödd!"
Segið svo að börn séu með ekki skemmtileg innlegg!!!
5. október 2006
3. október 2006
Komin heim ...
Byrjuðum í Reykjavíkinni, eyddum lengstum tíma á tannlæknadeild Háskólans þar sem Kristjana var sett í tannréttingaprógram. Hún sjálf hæstánægð með það enda opnar hún varla munninn þessi elska svo ekki sjáist í skökku tennurnar. Eins og hún er nú sæt eins og hún er. En þetta gengur vonandi vel og lætur henni líða betur í sálinni.
Helginni var svo eytt í Vatnaskógi, áttum þar frábæra helgi með vinum úr kirkjunni. Bjartur mætti á laugardagsmorgninum, undir amerískum áhrifum, í skjannahvítum Nike skóm, eldri dótturinni til mikillar armæðu ... hehe.
Annars bara allt gott, meira síðar.
26. september 2006
Ferðalag
Læt heyra frá mér aftur eftir helgina.
23. september 2006
Áhugamál
Mér finnst gaman að púsla og get setið nánast endalaust við þá iðju. Um síðustu helgi púslaði ég eitt púsl sem mér áskotnaðist í sumar og við lá að ég svæfi ekkert þá helgi. En það slapp fyrir horn. Púslið kláraði ég svo í vikunni og brutust út fagnaðarlæti mikil hér á heimilinu.
Ég ætla ekki að púsla þessa helgina, frekar sofa mikið.
20. september 2006
18. september 2006
16. september 2006
Grasekkja
Við hin reynum að eiga góðan tíma hér saman, í sátt og samlyndi en erum strax farin að hlakka til að fá þann gamla heim aftur. Hittum hann í Vatnaskógi um mánaðamótin.
Annars ekkert ...
12. september 2006
Ný vinna
"Ég heiti Álfheiður, hvað heitir þú?"
"Ég er frá Íslandi, hvaðan ert þú?"
Bara skemmtilegt og ég hlakka til fimmtudagskvöldsins.
7. september 2006
4. september 2006
Svo sem ekkert merkilegt
Bókaði flug til Ameríkunnar fyrir húsbóndann um miðjan mánuðinn. Sagði honum að það væri afmælisgjöfin í ár.
Skrepp sjálf til höfuðborgarinnar um helgina með miðlunginn með mér.
31. ágúst 2006
28. ágúst 2006
24. ágúst 2006
Skólasetning
Stelpurnar býsna spenntar að byrja í skólanum. Maður man nú hvernig tilfinningin var að hausti hér í "den tíð". Gaman að upplifa þetta núna með afkvæmunum.
Meira síðar ...
22. ágúst 2006
Löt við bloggið
Gott ættarmót í Hörgslandi um sl. helgi. Móðurfjölskyldan mín hittist þar og gerði sér ákaflega glaðan dag. Alltaf gaman að hitta þessa skemmtilegu fjölskyldu. Stefnan sett á annað mót að ári. Ættfaðirinn og ættmóðirin orðin gömul og ákveðið að hittast aftur svo fljótt svo líkurnar séu meiri á að þau geti tekið þátt aftur þá. Bara skemmtilegt.
Vinnan býsna skemmtileg, spennt að hitta börnin á fimmtudag og byrja svo af krafti á föstudag.
Bókuðum sumarhús í Hollandi í tvær vikur í júní nk. Spenningur yfir því á heimilinu.
15. ágúst 2006
Fríið búið
Hlakka til morgundagsins, þá er dagur tvö og um leið seinni dagur þessa ágæta námskeiðs.
Eins gott og það nú er að vera í sumarfríi þá er eitthvað við það að byrja að hausti. Eins gott kannski, ef svo væri ekki þá ætti maður sennilega að fara að hugsa sér til hreyfings. Ég geri það sem sé ekki, a.m.k. ekki í bili.
14. ágúst 2006
13. ágúst 2006
12. ágúst 2006
Stór strákur
Jæja, þá er drengurinn orðinn fjögurra ára ... ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. En hann er nú strax farinn að hlakka til að verða fimm!!!!Annars hefur ýmislegt gerst síðan síðast, búin að fara í dagsferð til Akureyrar, fara á verslunarmannahelgarmót á Eyjólfsstöðum og fara í útilegu á Kirkjubæjarklaustur. Meira af því öllu síðar.
Eru kannski allir hættir að lesa þetta nema Svanfríður???
30. júlí 2006
Sumarið er tíminn ...

... til að gera svo margt skemmtilegt. Sem dæmi má nefna að vaða í íslenskum ám og lækjar-sprænum. Það er eitt af því sem dætur mínar elska út af lífinu og gætu gleymt sér við heilu dagana. Og best er ef maður blotnar vel við þessa iðju.
Annars hafa síðustu dagar farið mest í garðvinnu, loksins erum við hjónakornin búin að útbúa blómabeð ... það fyrsta ... kannski og vonandi ekki það síðasta, setja niður rifs- og sólberjarunna og svo smíðaði karlinn kassa utan um jarðarberjaplönturnar sem mér áskotnuðust frá ágætri nágrannakonu. Ekki má svo gleyma snúrustaurnum sem komst niður ekki alls fyrir löngu. Frúin hengir í gríð og erg út á snúru og nýtur þess í botn. Það er bara snilld að vesenast þetta.
26. júlí 2006
25. júlí 2006
Ættarmót

Ættarmótið var skemmtilegt, alltaf gaman að eyða tíma með ættingjum sem maður sér ekki svo oft og ekki síst þegar veðrið leikur við mann. Við sváfum í tjaldvagninum, prófuðum hann í fyrsta skipti og alveg örugglega ekki það síðasta þar sem okkur líkaði það vel. Sundlaugin á staðnum var mikið notuð, Kristjana eyddi ófáum mínútum í vatninu. Komum heim í gær, ógurlega þreytt enda vakað lengur en venja er.
21. júlí 2006
Frábærir dagar
Stefnan svo sett á sumarhús í Hollandi í júní á næsta ári þegar dvöl þeirra lýkur í Afríkunni. Það verður snilld. Ég er strax farin að hlakka til.
Vorum í mat á Eyjólfsstöðum hjá Unnari og Öldu. Það var góð og blessuð stund. Við þyrftum eiginlega að hittast oftar.
Hætt í bili, líður skringilega, gæti farið að skrifa eitthvað undarlegt ... hehe!
17. júlí 2006
Bakstur og ættarmót
Annars var ég að frétta af fyrirhuguðu fjölskyldumóti í ágúst og ætlar fólk að koma alla leið úr Svíaríki. Þetta verður snilldarhelgi.
15. júlí 2006
Afmæli

Já, þá er maður orðinn árinu eldri. Ég ætlaði nú svo sem ekkert að fara að fjölyrða neitt um það, en má þó til með að segja frá ágætri afmælisgjöf sem eldri dóttirin gaf þeirri gömlu. Myndin er að sjálfsögðu af þeim grip en þeir sem mig þekkja vita að ég hef ákaflega gaman af þeirri keppni sem um ræðir á disknum.
Að sjálfsögðu kíkti fjölskyldan saman á nokkur myndbönd í dag og hreifst yngsti meðlimurinn af lagi sem sigraði árið 1984. Lagið sungu þrír sænskir bræður og það sem heillaði guttann helst var skótau bræðranna. Ef þið munið ekki eftir þessu þá voru þetta Herreys bræður með lagið Diggi-loo-diggi-ley og voru þeir allir íklæddir gullskóm. Guttinn vill fá svona skó í afmælisgjöf!!!
13. júlí 2006
Blíða
11. júlí 2006
Komin heim
Þá er maður nú komin heim eftir útlegðina.Keyrðum norður- leiðina í gær og áttum góðan dag.
Fórum í sund á Akureyri og skoluðum af okkur skítinn.
Stoppuðum aðeins við Goðafoss og fannst stelpunum mikið til hans koma þó myndin beri nú annað með sér.
Fer í það mjög fljótlega að koma inn myndum úr fríinu í albúm. Læt vita.
Dagurinn í dag fer í að taka upp úr töskum, slá garðinn og fleira skemmtilegt.
2. júlí 2006
Komin í menninguna
Fjölskyldan er nú sameinuð á ný, í höfuðborginni þó, ætlum okkur að dvelja hér fram yfir næstu helgi og eiga góðan tíma með vinum og vandamönnum. Svo er brúðkaup á laugardag.
Ekki getum við keyrt heim á sunnudag því þá er úrslitaleikurinn á HM og það gæti skaðað sálartetur bóndans að sjá ekki þann leik. Það er mér að meinalausu að för verði frestað fram yfir leikinn. Ekki vill maður eiga skaðaðan bónda!
24. júní 2006
Klukk
Hvaða bók hefur haft mestu áhrif á þig?
Verð að segja Biblían.
Hvers konar bækur lestu helst?
Skemmtilegt að lesa íslenskar heimildaskáldsögur og sakamálasögur. Les þó stundum eitthvað uppbyggilegt og gott en geri sennilega of lítið af því.
Hvaða bók lastu síðast?
Var að ljúka við Vetrarborgina eftir Arnald Indriðason og fannst hún alveg ágætis lesning.
Klukka hér með Védísi systur mína og Heiðdísi frænku.
20. júní 2006
Höfuðborgin ...
17. júní var fagnað í miðbæ Reykjavíkur með candy-floss, gasblöðrum og öðru tilheyrandi. Börnin nutu sín í botn og ég bara svolítið líka.
Afmælisveisla hjá Lilju Rós prinsessu, gaman að geta tekið þátt í fagnaðarlátum fjölskyldunnar.
Stefnan sett í Skorradal nú á eftir, heimsókn til góðrar vinkonu sem þar býr.
14. júní 2006
Allt á fullu

Já hér hefur verið mikið um að vera. Fjölskylduvika í gangi á Eyjólfsstöðum og við höfum tekið þátt í henni svona eins og hægt er, þ.e.a.s. ég og börnin. Karlinn að sjálfsögðu að vinna. Árni Jökull hitti góða vinkonu sína, hana Margréti Maríu og þau eru búin að eiga góðan tíma saman.
Annars hefur dagurinn farið í að pakka niður fyrir tveggja vikna ferðalag til höfuðborgarinnar. Ætla að drífa mig með skrílinn og eiga góðan tíma með þeim. Kannski við skellum okkur aðeins vestur í Húsabæ á tímabilinu, sjáum til, fer allavega með lykilinn með.
Læt kannski heyra í mér ef ég kemst einhvers staðar í tölvu. Er það nú ekki frekar líklegt?
Hafið það gott í bili og verið góð hvert við annað ...
11. júní 2006
10. júní 2006
9. júní 2006
Sumarfrí
Tjaldvagninn kominn í hlaðið og ég bíð spennt eftir karlinum til að hjálpa mér að tjalda.
Annars er ekkert að frétta, allir nokkuð kátir bara.
Lýk þessu með speki frá syninum:
- Þú ert austfirskur Árni Jökull.
- Nei ég er sko enginn fiskur!!!
og þar hafið þið það.
4. júní 2006
Sól, sól ...
3. júní 2006
Heimsókn
Íris og Aníta Sif eru í heimsókn hjá okkur og við áttum skemmti- legan dag í dag í frábæru veðri. Fórum á Reyðarfjörð og versluðum aðeins (við Íris verslum alltaf eitthvað ef við erum saman) og svo á Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð. Heimsóttum gamla konu þar og fórum svo og skoðuðum steinasafn Petru. Dásamlegur staður það. Í kvöld er það svo dvd og prjónarnir.
1. júní 2006
31. maí 2006
Vorhátíð
Í dag var vorhátíð leikskólans haldin og sáu börnin um skemmtiatriði. Guttinn söng krummalög og íklæddist "krummalegum" fötum eins og hann sagði. Hann var skemmtilegur á sviðinu, hljóðneminn var rétt fyrir framan hann og hann sagði hátt og snjallt svo allir heyrðu að mamma hans væri þarna og hún héti Álfheiður Ingólfsdóttir! Stórkostleg þessi börn.
28. maí 2006
Sköpunin
Fór á samkomu í Eyjólfsstaði og átti þar góða stund með góðu fólki.
Gleðin kom aftur.
27. maí 2006
Held það sé komið
Mikið búið að borða þessa helgina, saumó í gær, afgangar úr saumó í dag, grill með mö+pa í kvöld, amerískar pönnsur í fyrramálið. Þetta er sennilega ekki gott afspurnar. Þið látið þetta ekki fara lengra.
Styttist í sumarfrí .... ferfalt húrra fyrir því!!!
25. maí 2006
Er það komið?
Og btw ... hver verður nr. 800???
23. maí 2006
Andleysi ...
20. maí 2006
19. maí 2006
18. maí 2006
17. maí 2006
Vorið vonandi að koma
Styttist í skólalok, eftir þrjár vikur verð ég komin í sumarfrí. Ótrúlega lítið eftir en samt svo margt sem er eftir. Þetta klárast nú allt og allir fara kátir út í sumarið.
Frumburðurinn verður 11 ára á morgun. Framundan því afmælishöld með tilheyrandi stússi.
Svo horfum við að sjálfsögðu á Eurovision annað kvöld. Höldum ekki með vorri þjóð þetta árið.
14. maí 2006
Heimsókn

Fékk góða heimsókn um helgina, þrjár fyrrum samstarfs- konur úr Grafar- voginum komu austur og áttum við sérlega góðan tíma saman. Tvær þeirra höfðu ekki komið hér áður og þvældumst við eitthvað um næsta nágrenni, fórum út að borða og spjölluðum um heima og geima. Myndin er tekin í útikennslustofu Hallormsstaðaskóla.
12. maí 2006
8. maí 2006
5. maí 2006
Vinnuhjal
2. maí 2006
Fuglafræðingur
Í gær vorum við að keyra suður í Hornafjörð og fórum fjarðaleiðina suðureftir. Í Fáskrúðsfirðinum gellur allt í einu í þeim stutta: "Þarna er mörgæs!" Við foreldrarnir sprungum úr hlátri og hlógum mikið og lengi að fáfræði drengsins og vanþekkingu hans á fuglum.
Þegar komið var til Hafnar heimsóttum við langömmu og langafa drengsins og sögðum þeim að sjálfsögðu frá þessari skemmtilegu athugasemd. Þá heyrist í guttanum: "Ég sagði MÖRG GÆS!"
Ég er steinhætt að hlæja að fáfræði drengsins og lít bara í eigin barm.
28. apríl 2006
Sumardagur
Drengurinn æfði sig aðeins að hjóla, en mikið svakalega er hann latur þessi elska. Ég þarf greinilega að herða hann aðeins og ýta undir dugnaðinn og eljuna. Þetta gengur ekki svona.
Saumó í kvöld og vonandi eitthvað gott að borða. Gengur þetta ekki út á það? Allavega meðal annars.
27. apríl 2006
Vorveður, heimsóknir o.fl.
Veðrið indælt í dag, hlýnaði eftir því sem leið á daginn og spáin lofar góðu fyrir morgundaginn. Maður lifnar allur að innanverðu þegar svona er.
Heilsa karlsins að hrynja eina ferðina enn. Ekki gott. Rannsóknir framundan.
Frumburðurinn fór á snjóbretti í morgun með skólafélögunum. Það var kát stúlka sem kom heim upp úr hádegi í dag. Spurning um að útvega dömunni bretti og kannski mér skíði einhvern tíma í fremtiden. Nei, það er kannski ekki ráðlegt, maður gæti brotnað eða eitthvað...
23. apríl 2006
Mennt er máttur
Niðurstaða ferðarinnar:
- Góð ráðstefna
- Skemmtileg leiksýning
- Erfið heimferð
19. apríl 2006
Síðasti vetrardagur
Langur vinnudagur í dag, frí á morgun og svo skal haldið til Akureyrar snemma á föstudagsmorguninn, til að læra að verða betri og faglegri kennslukona sem getur komið til móts við alla nemendur, á þeirra sjálfra forsendum. Það er ákaflega spennandi verkefni sem maður getur vonandi tekist á við og skilað sæmilega til litlu skinnanna sem sitja uppi með mig sem kennara.
17. apríl 2006
Páskar
14. apríl 2006
Nei, nei ...
En hvað um það. Góðir gestir litu hér við í dag, Edda og Kent á svæðinu og létu sig ekki vanta í smá innlit. Það er svo gaman að fá skemmtilega gesti. Kent og Bjartur drifu sig svo í bíltúr og skoðuðu Kárahnjúka en við Edda fórum í smá gönguferð um bæinn.
Leit svo til Fanneyjar seinnipartinn. Allir kátir þar á bæ. Árni Jökull og Salómon léku sér saman en ég sat og dáðist að nýjasta eintakinu þeirra, Davíð Pálma. Það er nú meira hvað drengurinn er fallegur. Reyndar eru flest, ef ekki öll lítil börn falleg.
13. apríl 2006
Heimsóknir
12. apríl 2006
Letidagar
10. apríl 2006
Vor í lofti
7. apríl 2006
Einmana ... eða ekki
6. apríl 2006
Fjölgun og fækkun
Fækkun að því leyti að karlinn og frumburðurinn fóru til höfuðborgarinnar nú fyrr í kvöld. Tannréttingatékk í fyrramálið og ferming hjá Árna frænda á laugardaginn. Þau koma aftur heim á pálmasunnudag.
5. apríl 2006
Lestur er bestur
4. apríl 2006
Aprílgabb ...
Annars er lítið að frétta, fór út að borða með vinkonum í gær, ein þeirra á leið í hnapphelduna og "útaðborðað" í tilefni þess. Voða gaman að hittast svona nokkrar stelpur, borða gómsætan mat og spjalla eins og stelpum einum er lagið.
1. apríl 2006
Tiltekt ...
31. mars 2006
Snjór

Já, hann er vinsæll snjórinn. Kristjana og fleiri krakkar í götunni eru á fullu þessa dagana að grafa holur og göng í snjó(ruðnings)skafl sem er hér úti við bílastæðið okkar. Ótrúlega skemmtilegt. Og í dag fór guttinn í skoðunarferð og undi sér vel í holunni. Spjallaði heilmikið við stóru strákana en það endaði nú með því að þeir fengu nóg og fóru heim. Þeim hefur sennilega ekki fundist félagsskapurinn góður ...
29. mars 2006
27. mars 2006
Viðbrögð
- Védís elskulega systir mín
- Svanfríður frænka í Ameríkunni
- Heiðdís "litla" frænka og snilldarkokkur
- Kolbrún vinkona í USA
... regluleg komment frá ykkur, alger snilld.
- Kiddý mín kær vinkona og fyrrum sambýlingur
- Ásgeir Páll yndislegur dóni með meiru
- Ellen frænka í Svíaríki
- Ágústan mín
- Helga sæta ...
þið sjáist hér stundum og gleðjið mig í meira lagi með nærveru ykkar.
Og ekki má gleyma sjaldséðum gestum ...
- mín kæra Olga, ótrúlega gaman að sjá þig hér inni, hlakka líka ógeðslega mikið til að fá þig í heimsókn í maí
- Silla, fyrrum samstarfskona úr Borgaskóla, frábært að sjá nafnið þitt hér
- og síðast ekki síst, mín elskulega vinkona KÍA sem skrifar hér inn frá Afríkunni, ég sakna þín líka og það verður snilld að hitta ykkur í sumar
Takk enn og aftur fyrir athugasemdirnar og kveðjurnar ykkar. Það er nú einmitt það sem heldur þessari síðu gangandi. Það er eitthvað við það að fá viðbrögð við því sem maður "segir".
Óver end át ...
26. mars 2006
Árni Grautur ...
Ætli mannanafnanefnd gefi grænt ljós á þetta???
24. mars 2006
Góð áminning
Góð áminning í nýjasta eintakinu og læt ég hana fylgja með:
Einmitt í dag er kjörið að:
- hringja í ættingja eða gamlan vin
- fitja upp á nýju handverki
- fara út að ganga eða synda
- drekka te úr fallegasta bollanum
- hella angan og mýkt í baðvatnið
- hlusta á yndislegan hljómdisk og syngja með
- klæðast fallega mjúka bolnum
- kveikja á kertum
- skoða fjölskyldumyndir
- læra eitthvað nýtt af bók í bókahillunni
Halda ákveðið um stýrið í eigin hversdegi og brosa meðvitað.
Láttu þér líða vel!
Við getum gert margt til að gera daginn í dag að sérstökum degi á einhvern hátt en ekki bara sitja með hendur í skauti og upplifa væntinga- og verkefnalausa daga sem gefa okkur ekkert annað en tilgangsleysi og leiða.
23. mars 2006
19. mars 2006
Afmælishöld
Við hjónin gáfum henni afmælisgjöf í gær, nýtt reiðhjól, og hún var svo glöð, þessi elska. Hún fagnar nú aldrei mjög hátt eða mikið, en fagnaðarlætin í gær voru með mesta móti. Ótrúlega ánægð stelpa.
Myndir og video á myndasíðunni hér til hliðar.
16. mars 2006
Börnin

Það er svo dásamlegt að eiga börn. Þau lífga svo upp á tilveruna og gefa manni svo mikið. Búin að vera aðeins að skipuleggja afmælishöld í dag með miðlungnum mínum, en daman er að verða 9 ára. Það er snilld að spjalla við þessa stelpu.
Ótrúlegt að manni skuli vera treyst fyrir svona dýrgripum. Eins gott að standa sig vel í uppeldinu, a.m.k. reyna það.
„Gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar besta, og aðeins betur ef það er það sem þarf..." eða eitthvað svoleiðis var sungið hér um árið. Stefni ótrauð að því líka.
Óver end át ...
15. mars 2006
Miðvikudagur til ...
Nei, ég segi bara svona. Langur vinnudagur en ágætur samt.
Fanney bjargaði mér svo og bauð mér í súkkulaðiköku og spjall. Notalegt í lok dagsins.
Göngutúr að því loknu. Ein að reyna að gera eitthvað í hreyfingamálunum.
Heimavinna í kvöld fyrir hjónanámskeiðið góða.
Sef svo eins og ungabarn til morguns.
Flott áætlun ...
14. mars 2006
Löt
Annars hefur lítið markvert gerst hér á bæ, miðlungurinn eyddi helginni reyndar í höfuðborginni hjá góðri vinkonu sinni og kom heim í morgun. Ákaflega ánægð með dvölina.
Við hin eyddum helginni heima, fengum til okkar skemmtilega gesti og áttum með þeim góða stund. Þórhallur mágur og Michele konan hans komu ásamt tveimur afkvæmum á laugardag og svo komu góðir "kirkjuvinir" að sunnan í kaffi til okkar á sunnudag. Alltaf gaman að fá gesti og ekki spillir fyrir ef þeir eru skemmtilegir (hverjir eru það nú ekki?)
Endilega drífið ykkur í heimsókn bara ...
8. mars 2006
Gull
En ég er komin í helgarfrí, nú uppsker ég laun síðasta fimmtudags og föstudags, þegar ég kenndi (eða kenndi ekki) báðum 1. bekkjunum. Það er góð tilfinning.
6. mars 2006
Helgin
Frúin fór sem sé í BT sl. föstudag og festi kaup á PS2 leik sem vakti mikla lukku meðal annarra fjölskyldumeðlima. Haldið að það sé nú ...
Drengurinn er má segja búinn að ná sér, allur annar en í vikunni sem leið. Fór m.a.s. í "leikskólann sinn" í dag og hitti "krakkana sína". Ákaflega glaður yfir því. Ég er með eindæmum þakklát yfir því að þessi ósköp séu afstaðin.
Meira síðar ...
2. mars 2006
Skemmtileg heimsókn


Mín ástkæra "litlasystir" heiðrar Héraðið með nærveru sinni þessa dagana ásamt krílunum sínum tveimur. Það er nú mikið gaman að hitta þau og eyða smá tíma með þeim. Litlu dömunni finnst ógurlega gaman að pirra frænda sinn sem vill "ekki leika við Lilju Rós, bara litla frænda" (sem heitir Jóhann ... ekki Jóhún!)



































Þetta er yndisleg sjón. Stóra systir að lesa fyrir litla bróður og hann elskar það út af lífinu. Það er gott að eiga systkini. 